Mánudagur, 15. mars 2010
Össur biðlar til hrunverja í XD
Össur Skarphéðinsson, ókrýndur foringi Samfylkingarinnar, sagðist í þingumræðum í dag æ oftar vera sammála Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins. Opinberar meðhársstrokur Össurar á Sjálfstæðisflokknum eru til marks um þreytuna í stjórnarsamstarfinu.
Össur telur sig vera í góðu talsambandið við hrunverjadeild Sjálfstæðisflokksins sem telur menn eins og Ólaf Stephensen, Ara Edwald á baugsmiðlum, Þór Sigfússon fyrrum Sjóvástjóra og Guðlaug Þ. Þórðarson þingmann.
Hrunverjarnir í Sjálfstæðisflokknum eiga tvennt sameiginlegt með Össuri. Annars vegar ESB-aðild og hins vegar að halda lífinu í baugsmiðlunum sem skapar áróðursvígstöðu í þjóðfélagsumræðunni.
Sterkari skilningur en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Betri er minni flokkur en með Össuri.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.3.2010 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.