Sunnudagur, 14. mars 2010
Stjórnarpólitík í skötulíki
Stjórnarpólitíkin er í skötulíki vegna þess að hvorugur stjórnarflokkanna býr að heildstæðu mati á því hvernig nýja Ísland eigi að líta út. Samfylkingin bauð Evrópusambandsaðild en þjóðin segir ákveðið nei við þeirri framtíðarsýn.
Vinstri grænir lögðu fram hugmyndir um norræna velferðarstjórn sem er jafnheimskulegasta stjórnmálahugmynd seinni ára. Hér hefur um árabil verið rekið norrænt velferðarkerfi. Tilvísun í norræna velferð er hálfri öld of seint á ferðinni.
Þegar pólitísk sýn jafn óglögg og raun ber vitni verða vinnubrögðin ómarkviss og taugaveiklun grípur um sig. Stjórn Jóhönnu Sig. hrekst fyrir veðrum og vindum. Eymdarstaða stjórnarinnar var auglýst sérstaklega í vikunni þegar tilkynnt var að Ögmundur yrði ráðherra á ný. Vá, hvað það mun breyta miklu.
Athugasemdir
Kannski að núna verði hlustað á Ögmund og þær skoðanir sem hann stendur fyrir. Ögmundur vill til dæmis endurskoða aðstoð AGS og þá áætlun sem við virðumst fylgja í blindni með dyggri aðstoð Más Guðmundssonar og blýantsnagaranna í Seðlabankanum. Hér þarf að fara fram heildarendurskoðun og móta nýja framtíðarsýn. Ég hef ekki trú á að það sé vilji til þess á meðal Jóhönnu og Steingríms. En þau hafa alltaf þann kost að stíga til hliðar..og það væri það besta í stöðunni. Dagur B. er held ég sá mannasættir sem ríkisstjórnin þarf mest á að halda núna en auðvitað þarf að skipta út ESB og stóriðju spámönnunum líka. Svo væri sterkur leikur að kippa Hreyfingunni inní stjórnina
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.3.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.