Bakdyr Baugslands Sigga G.

Sigurður G. Guðjónsson var um árabil hægri hönd Jóns Ólafssonar sem kennur er við Skífuna. Jón Ásgeir Baugsstjóri keypti þrotabú Jóns um aldamótin og Sigurður G. fylgdi með sem rekstrarmaður fjölmiðla Baugs. Sigurður G. reyndist Jóni Ásgeiri vel í stríðinu um fjölmiðlafrumvarpið.

Lögmaðurinn var kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996. Sigurður G. nýtti sér bakdyrnar að stjórnkerfinu til að fá forsetaneitun fjölmiðlalögin árið 2004. Þar með var tryggt auðmannaræði á fjölmiðlamarkaði.

Jón Ásgeir tók hins vegar Gunnar Smára Egilsson ritstjóra fram yfir Sigurð G. í uppbyggingu fjölmiðlaveldis heima og erlendis. Gunnar Smári brenndi baugsmilljörðum í Bretlandi og Danmörku en Sigurður G. stofnaði 24-stundir til að keppa við Fréttablað Baugs. Hann komst  í gættina á bakdyrum Árvakurs útgáfufélags Morgunblaðsins en var gerður afturreka.

Saman greri með þeim félögum Sigurði G. og Jóni Ásgeiri áður en útrásin rann sitt skeið. Sigurður G. var í stjórn Glitnis þegar Seðlabankinn keypti 75 prósent bankans en lögmaðurinn sagði það rán. Í raun var bankinn einskins virði.

Sigurður G. er  enn á mála hjá Jóni Ásgeiri og reynir að komast bakdyramegin inn í kröfuaðila Fons til að verja hagsmuni Jóns Ásgeirs.

Bakdyramenn eins og Sigurður G. eru ávallt til þjónustu reiðubúnir.

 


mbl.is Keypti sér kröfu á Fons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður er ekki af baki dottinn.  Hann fór mikinn vegna ráðningu Evu Joly.  Það var að hans sögn aðeins af faglegum átæðum.  Man ekki betur en að hann þættist ekki hafa neinum hagsmunum að gæta, þó svo fjölmargir bentu á tengsl hans við Glitni og Björgvin G. Sigurðsson, banka og viðskiptaráðherrann athugla o.fl.

Þetta sagði hin hlutlausi Sigurður G. um ráðningu Evu Joly:

Pressan 13. jún. 2009 - 10:37
 
"She ain´t a Jol(l)y good fellow"
 
"Væntanlega hafa spunameistarar og fréttahönnuðir Joly, þeir sem fluttu hana upphafleg inn og vinna nú að einhverju leyti í skjóli hennar, komið þessu kröfum hennar á framfæri við frétta- og dægurmáladeild Ríkisútvarpsins, því á miðvikudagskvöldið var Joly mætt í sérstakan Kastljósþátt, þar sem hún  lét móðan mása sem fyrr um þann glæpalýð, sem að hennar mati stóð að rekstri útrásarfyrirtækjanna og  íslensku bankanna frá einkavæðingu ríkisbankanna 2004 til falls þeirra 2008."
 
"Íslensk refsivarsla hefur áður leitað til erlendra hjálparkokka við rannsókn flókinna sakamála með skelfilegum afleiðingum fyrir saklausa einstaklinga. Af orðum Joly í þeim tveimur sjónvarpsviðtölum sem Ríkissjónvarpið hefur átt við hana verður ekki annað ráðið en að sú saga geti endurtekið sig því í hennar huga eru allir íslenskir bankamenn og útrásarvíkingar sekir um ýmis konar auðgunar- og fjármunabrot; sakborninga þessara sé í raun að sanna sakleysi sitt en ekki ákæruvaldsins að sanna sekt þeirra."

"Lögfræðingar, sem leyfa sér að andmæla vinnulagi því sem  Joly vill að hinn sérstaki saksóknari  viðhafi, eru af hennar hálfu  afgreiddir sem  leiguþý afbrotamanna; afbrotamanna sem eigi að vera bak við lás og slá hvað sem líður almennt viðurkenndum og lögfestum reglum sakamálaréttarfars."

"Vill dómsmálaráðherra axla ábyrgð á gerðum og verkum Joly þegar sá hefndarhugur sem hún og fylgismenn hennar hér á landi ala nú á, er af þjóðinni runnin?"  

Sigurður G. Guðjónsson er hæstaréttarlögmaður.
 

Auðvitað gat þjóðin treyst því þegar Sigurður G. skrifaði greinina góðu að þar færi maður hlutleysis og sannleikans sem fyrr, sem aðeins vildi þjóðinni sinni vel.  - Í boði Baugs.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 12:48

2 identicon

Páll heldur thú ad hann hafi borgad thessa kröfu úr eigin vasa ???

Hafa thessir menn engan sidferdis-studul ?? eru thad bara PENINGAR `blanko`??

gulli-spanjoli (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 19:39

3 identicon

Vesalings Sigurður G. sá er búinn að gera í bælið sitt.  Manni fannst það töff hjá honum þegar hann böstaði mafíuguttana frá sjálfstæðisflokknum, þegar þeir heimtuðu mútugreiðslu af stöð 2 uppá 5 milljón á ári skyldi það vera, handa flokknum. Sigurður G. henti þeim út. Voru það kannski stærstu mistökin í lífi Sigurðar að henda sjálfu yfirvaldinu út, allir ættu að vita að mafían hefnir sín alltaf grimmilega,

Það ætti Sigurður G. töffari líka að vita. 

Robert (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband