Ríkisstjórnin og vinveittir auðmenn

Bankarnir og ríkisstjórnin brugðust þjóðinni eftir hrun með því að ganga ekki fram fyrir skjöldu með þann boðskap að útrásarauðmenn ættu enga framtíð fyrir sér í íslensku atvinnulífi. Þegar fréttist af tugmilljarða afskriftum til auðmanna eins og Ólafs Ólafssonar og Baugsfeðga á meðan almenningur er píndur til síðustu krónu rís reiðibylgja í samfélaginu.

Fyrir síðustu kosningar var rætt um almenna 20 prósent skuldaniðurfellingu á einstaklinga og fyrirtæki. Í umræðunni var hugmyndin slegin út af borðinu með þeim rökum að hún væri í senn siðlaus og of dýr.

Fólk horfir upp á að auðmenn fái margfalt stærri skuldir afskrifaðar en nemur 20 prósentum og spyr með vaxandi þunga hvaða hagsmunum sé verið að þjóna.

Er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. að koma sér upp vinveittum auðmönnum sem fá niðurfelldar skuldir gegn fjárhagsstuðningi og málafylgju við vinstriflokkana?


mbl.is Njóta heimilin afskriftanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hver er með yfirvaraskegg núna ?

ha.

Krímer (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 18:39

2 Smámynd: Lárus Baldursson

Svo vill ASí að fátækir launþegar borgi Icesave?? Allt þetta gjörspillta fólk verður að víkja og hætta að eyða dýrmætum tíma í þetta ESB bull, svo endurreisn íslands geti hafist.

Lárus Baldursson, 12.3.2010 kl. 19:26

3 identicon

Páll.

Nú nálgast þú kjarna málsins.

Sem er fjárstuðningur auðmanna og fyrirtækja þeirra við stjórnmálamenn.

Með leyfi, tekur þú ekki eftir því hvernig umræða um þetta er kæfð af flokkum og spunasnötum fjórflokksins?

Spyr þig einnig einnar spurningar í lokin og hvet þið til að hugleiða:

Hver er siðferðisleg staða "styrkþega" auðmanna í stjórnmálastétt (á þingi og í ríkisstjórn) þegar þeir ákveða að almenningi beri að borga skuldir "auðmanna" - þess sama fólks og stóð fjárhagslega undir þátttöku viðkomandi stjórnmálamanna í íslenskri pólitík?

Þessi spurning er ekki flókin.

Furðu sætir hversu lítið er um hana fjallað.

Hvet þig til þess að hamra þetta járn.

Þetta er grundvallaratriði í siðferðislegum og póliitískum efnum. 

Karl (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 20:27

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvernig ætti ríkisstjórnin að tryggja það að einhverjir tilteknir einstaklingar, sem ekki hafa verið dæmdir fyrir neitt, ættu sér "enga framtíð fyrir sér í íslensku atvinnulífi" án þess að beinlínis brjóta ákvæði stjórnarskrár um atvinnufrelsi og eignarrétt?

Það væri gaman að sjá raunhæfa og löglega útfærslu á því? Eða hyggst Páll afnema réttarríkið og kannski stjórnarskrána líka?

Svala Jónsdóttir, 12.3.2010 kl. 21:32

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Svala:  Er það eðlilegt að menn sem hafa stöðu grunaðra fái felldar niður skuldir gjaldþrota fyrirtækja sinna ??  Menn sem bersýnilega tóku stöðu gegn íslenzku krónunni og þar með íslenzkum almenningi.

Að kalla þetta brot á stjórnarskrá er einfaldlega barnaskapur. 

Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrár ef íslenzkur almenningur fær ekki niðurfelldar skuldir sínar að stórum hluta ??

Sigurður Sigurðsson, 12.3.2010 kl. 22:14

6 identicon

Þá er spurning um það að fara að drífa í því að dæma þá sem tóku stöðu gegn íslensku þjóðfélagi.  Það eitt sér er óafsakanlegur glæpur, hvernig svo sem menn fóru á svig í kringum lögin.

Það mun klárlega ekki verða nein endurreisn á Íslandi ef plástrað verður upp á gamla kerfið.  "Snillingar" hrunsins verða að sætta sig við að þeir settu allt á fjúkandi hausinn og hafi þeir laust fé til að kaupa íslenskt atvinnulíf á brunaútsölu, þá er það fé hreint og klárt þýfi.

Annað fæ ég ekki séð...

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 22:14

7 identicon

Ekki væri það flókið, Svala. Það má einfaldlega setja lög þess efnis að hafi menn stýrt fyrirtæki í þrot af tiltekinni stærðargráðu sé bönkum óheimilt að leyfa þeim að halda eignarhlut í fyrirtæki eftir afskriftir.

Slík lög myndu ekki ganga gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og væru raunar frekar í anda þess en það fyrirkomulag sem nú er, því nú eru Aríon og Íslandsbanki að mestu í eigu kröfuhafa í bú Kaupþings og Glitnis en eignarhlutirnir eru undir stjórn skilanefnda sem ríkið setti yfir gömlu bankana. Þessar skilanefndir virðast nú vinna að því að moka eignum bankanna (þ.e kröfuhafanna) í hendur klíkubræðra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 22:14

8 identicon

Fólk ætti að hugleiða hvað yrði sagt ef að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn væri tekin við stjórn landsins, og leyfðu sér að sýna jafn mikla hyglun við þá vafasömu einstaklinga og fyrirtæki tengdum hruninu beint, sem og eru særstu styrktaraðilar flokkanna?  Það er þetta með hægri og vinstri spillingu.  Eins og Jón og séra Jón.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 23:29

9 identicon

Og svo vilja spunameistarar Baugsliðanna fyrir hönd Samfylkingarinnar í hópi bloggara, álitsgjafa og blaðamanna á Fréttablaðinu og DV, að Íslendingar taki á sig Icesave-skuldirnar, svo að hægt verði að skera Jón Ásgeir (stóra skuldarann) og vini hans úr hópi útrásarsukkara, niður úr snörunni.

Þetta hefur meðal annar "stjörnublaðurmaðurinn" Jóhann Hauksson predikað.  Hann beinlínis krefst þess að við ábyrgjumst Icesave.

Mér hefur verið tjáð, að stærstur hluti Icesave-peninganna hafa verið lánaðir til Baugsfyrirtæja í Bretlandi.  Er þá nema von að Baugsliðar krefjast þess og finnist sanngirni i því að almenningur taki á sig ábyrgð vegna Iceasave-skuldanna.

Reynir Þ. Hafþórsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 00:03

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er heldur ekki einleikið,hvað hart þeir ganga fram í sviksamlegu ráðabruggi sínu.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2010 kl. 00:27

11 identicon

Reynir:  Gordon Brown íhugaði að þjóðnýta baug strax eftir hrunið, það skýrir etv ýmislegt ( finn ekki þá frétt á visir.is nema þetta ) :  http://www.visir.is/article/20081011/VIDSKIPTI06/694985695/1095

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 06:02

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Páll af hverju heldur þú að Jóhanna Sigurðardóttir, hafi verið kosin ungfrú Baugur 2009? Þegar flóttinn hefur verið varinn, verður sennilega ekkert Fréttablað, eða DV árið 2011.

Sigurður Þorsteinsson, 13.3.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband