Föstudagur, 12. mars 2010
Grisjun atvinnulífsins og endurreisnin
Á meðan útrásarviðrini eins og Ólafur Ólafsson, Baugfeðgar og Björgólfar eiga greiðan aðgang að nýju bönkunum halda heiðarlegir rekstrarmenn að sér höndum. Ríkisstjórninni og nýju bönkunum hefur algerlega mistekist að grisja atvinnulífið og uppræta útrásarillgresið.
Atvinnulífið er í lamasessi vegna þess að útrársaröfl ráða þar enn ríkjum. Almenningur heldur að sér höndum, á reikningum eru núna tvö þúsund milljarðar króna. Engum heilvita manni dettur í hug að setja peninga í rekstur sem keppir við siðlausa útrásarauðmenn með nýja bakhjarla hjá Samfylkingu/Vg annars vegar og hins vegar nýju bankafurstunum.
Ef hægt er að nefna einn sökudólg utan ríkisstjórnarinnar í þessu máli er það Finnur fávísi Sveinbjörnsson bankastjóri Arion. Hann heldur verndarhendi yfir Baugsfeðgum og Ólafi Ólafssyni.
Næsta gremjukast verður þegar almenningur nennir ekki þessu kjaftæði lengur. Búsáhaldabyltingin verður eins og skátamót í samanburði.
Athugasemdir
Verð að segja að ég skil ekki af hverju er ekki laungu búið að henda Þér út af þessu moggabloggi...eða er það kannski vegna þess að þú átt AÐEINS einn aðdáanda hér, og það er sjálfur ritstjórinn hér..?
Að fólki skuli leyfast að uppnefna og níða annað fólk hér segir meira um þessa síðu en margt annað.
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 15:45
Uppnefni eru hjóm miðað við það tjón sem þessir útrásarglæpamenn hafa valdið landi og þjóð. Páll á þá allavega tvo aðdáendur ef ég er talinn með ritstjóranum.
Hreinn Sigurðsson, 12.3.2010 kl. 16:24
Helgi heyr á endemi hvar hefurðu verið. Ég tekk undir hvert orð sem Páll skrifar. Ég er orðlaus hvernig þau vinna í Samfylkinguni og Steingrímur J froðusnakkur.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 16:34
Helgi Rúnar.
Margir fylgjast með skrifum Páls af lifandi áhuga.
Ég sé að í dag eru innlitin orðin 794 að tölu.
Mér þykja skrif Páls áhugaverð og fylgist grannt með þeim þótt ég sé engan veginn sammála honum um allt.
Ég er t.d. hlynntur aðild að ESB.
Þú virðist ekki vera fær um að gera greinarmun á áhuga á sjónarmiðum og afstöðu fólks og hollustu við flokka eða fylkingar.
Ég nota tækifærið fyrst hér er veist að Páli með svo þjóðlegum og frumstæðum hætti og þakka honum fyrir áhugaverð og hugvíkkandi srif.
Ég mun áfram fylgast með og jafnvel leyfa mér að leggja stundum orð í belg á þessari ágætu síðu.
Karl (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:03
Sæll Páll.
Sé að þú hefur eytt út fyrri athugasemd minni. Óvart eflaust enda vilja blaðamenn örugglega hafa góðar heimildir fyrir orðum sínum.
Þannig að hér eru aftur tvær heimildir fyrir þig að lesa um að komu Arion banka að Högum og Samskipum.
Athugasemdir frá Arion banka vegna fjölmiðlaumræðu um 1998 og Haga
Athugasemd frá Arion banka vegna fjölmiðlaumræðu um endurskipulagningu Samskipa
Sigurjón Sveinsson, 12.3.2010 kl. 17:17
Nei afsakið, ég biðst velvirðingar, athugasemd mín var við annað innlegg frá þér. Aftur, biðst velvirðingar á þessum mistökum mínum.
Sigurjón Sveinsson, 12.3.2010 kl. 17:20
Sæll Sigurjón, ég hef ekki eytt athugasemd frá þér, hvorki viljandi né óviljandi. Frá upphafi þess að ég hóf blogg hef ég kannski eytt einum eða tveimur athugasemdum sem lutu að meiðyrðum milli þeirra sem skrifuðust á í athugasemdakerfinu.
Páll Vilhjálmsson, 12.3.2010 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.