Drögum ESB-umsóknina tilbaka

Hrossakaup á alþingi leiddu til þess að umsókn um ESB-aðild var send til Brussel í sumar leið. Vinstri grænir keyptu ríkisstjórnaraðild með Samfylkingunni því verði að svíkja kjósendur sína og sannfæringu. Í janúar á þessu ári ályktaði flokksráð Vg gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Aðildarferlið gagnvart ESB er svo viðkvæmt að samninganefnd Íslands hefur ekki skilgreint samningsmarkmið sín enn. 

Það þjónar hvorki íslenskum hagsmunum né hagsmunum Evrópusambandsins að halda áfram ferlinu sem hófst með ályktun alþingis 16. júlí síðast liðinn.

Drögum umsóknina tilbaka og snúum okkur að brýnni verkefnum en að eyða 3 milljörðum króna til að gera bjölluat í Brussel.


mbl.is Icesave ótengt inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Já það væri góð byrjun á endurreisn að vinda ofanaf þessu

Hreinn Sigurðsson, 9.3.2010 kl. 09:00

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Kominn tími á að nýta orkuna í ráðuneytunum og peningana í eitthvað annað í þágu þjóðar sem þjóðin er sáttari við.

Carl Jóhann Granz, 9.3.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Mikið er ég sammála þér, drögum hana til baka strax ásamt samningslausri samningarnefnd um Icesave.

Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 09:48

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

HEYR!!!

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 10:14

5 identicon

Þeir hjá ESB eru drulluhræddir núna.  "Æææ við erum að missa auðlindir Íslands útúr höndunum eins og sleipan fisk"

ESB er peningaplokk! Afæta! Ég skora á stjórnina að hætta aðildarviðræðum þegar í stað og nota peningana hér heima!

Hvað vita margir íslendingar að sængurkonur þurfa að koma með NESTI á fæðingadeildina og svo er konum hennt heim á þriðja degi frá keisaraskurði. Það getur verið LÍFSHÆTTULEGT! Vantar alveg mannlegu hliðina í þetta lið?

Sjúkrahúsdeildum hefur verið lokað í hrönnum og svo vill þetta fólk byggja NÝTT sjúkrahús fyrir milljarða!!!!!!!???????? Halló? Hvað er í gangi hér?

anna (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 10:18

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samningsmarkmiðið er svona viðkvæmt vegna þess að það er bara eitt: að koma uppáhalds evrókrötum Íslands í þægilega vinnu við að naga blýanta hjá evrópska skrifræðisapparatinu. Kostnaðurinn við umsóknina ætti þar af leiðandi ekki að greiðast úr ríkissjóði heldur kosningasjóði Samfylkingarinnar.

Sem betur fer er aðeins þriðjungur þjóðarinnar að kaupa þessa vitleysu. Héðan í frá mun stuðningur við aðildarumsókn líklega standa í beinu samhengi við fylgi vinstri/hægri/snú-kratanna, þ.e.a.s. fara hratt niður á við! Guð blessi Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2010 kl. 11:02

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Vel mælt Guðmundur að venju, þessi ríkisstjórn er grátleg og vill ég sópa öllum út og fá utanþjóðstjórn sem gerir eitthvað annað en að koma sér og sínum að kjötkötlum, með fullri virðingu fyrir sumum alþingismönnum sem hafa ekkert til saka unnið en þá verður að leysa upp alþingi hið fyrsta, það er óstarfhæft og stefnir landi og þjóð í skuldarfjötra um ókomna tíð.

Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 11:06

8 identicon

Auðvitað.  Og biðjast afsökunar á þessum fáránleikafarsa Baugsfylkingarinnar.  Satt að segja er illskiljanlegt að Brussel báknið skuli ekki bera meiri virðingu fyrir sér og sínum, að taka það í mál að eyða tíma í þessa vitleysu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 12:46

9 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ég skrifaði pistil á mínu bloggi í morgun um afstöðu mína til aðildarumsóknar Íslands til Evrópusambandsins. Önnur millifyrirsögn mín er "Vanstilling" og aldrei hef ég séð nokkuð sem ég hef sett á skjáinn rætast á stundinni sem það orð eftir því sem að ofan er sagt. Satt best að segja er ég undrandi á að fólk með heila hugsun skuli setja saman það sem að framan stendur; ekki nokkur rök, aðeins upphrópanir.

Hversvegna eruð þið flest svona hrædd við aðildarumsóknina og heimtið að hún verði dregin til baka?

Gæti það verið vegna þess að þegar þeim viðræðum lyki og samningur lægi fyrir og borin yrði undir þjóðina þá mundu meirihluti landsmanna jafnvel sjá það margt gott þar í boði að samningurinn og inngangan yrði samþykkt?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 13:01

10 identicon

Draga til baka umsókn meirihluti þjóðarinnar er á moti esb aðild þjóðin vill hafa full yfirráð yfir auðlindum sínum og halda fullveldi sínu aðildarumsókn var þvinguð í gegn með ofbeldi

Örn Ægir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 13:47

11 identicon

"Vinstri grænir keyptu ríkisstjórnaraðild með Samfylkingunni því verði að svíkja kjósendur sína og sannfæringu". Er ekki meirihluti þingflokks VG samþykkur aðildarumsókn? Það var það síðast þegar ég taldi.  Það veit, vonandi, enginn hverjir kusu VG og því erfitt að fullyrða um skoðanir þeirra.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 14:09

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Sigurður Grétar Guðmundsson, hann Guðmundur Ásgeirsson útskýrði það fyrir þér og Örn Ægir segir sannleikann, ESB aðildarviðræður voru þvingaðar í gegn, VG var á móti ESB aðild en Lady GaGa hótaði stjórnarslitum ef þau hlýddu sér ekki, og druslan og gungan lét undan eins og lúbarinn hundur, ég hélt að það væri stærra undir honum en þegar hann komst loksins til valda gleymdi hann alveg hver stefna flokksins er og geri allt til þess að halda í sinn stól, hvar eru gífuryrðin hans núna og harkan ? það rennur ekki í honum blóðið lengur. Þeirra tími er liðin enda samanlagt búin að sitja  á alþingi í yfir 50 ár.

Sævar Einarsson, 9.3.2010 kl. 14:11

13 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sigurður það er fyndið þetta bull ykkar ESB sinna um hvað er í boði.  Auðvitað er það ESB sem er í boði og ekkert annað.  Ef menn vilja eitthvað annað en ESB til hvers þá að sækja um inngöngu þar.

Hreinn Sigurðsson, 9.3.2010 kl. 15:14

14 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ekki batnar umræðan hér, ég hef komið ágætri umræðu í gang á mínu bloggi, þar hafa enn sem komið er aðeins sett inn athugasemdir menn sem ræða af rökum enn ekki með upphrópunum og bulli.

En umræðan hér er eflaust Páli Vilhjálmssyni að skapi býst ég við.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 21:18

15 identicon

Er enginn ESB manneskja eins og það er kallað, en er heldur ekki á móti ESB.

En ég verð að taka undir með honum Sigurði Grétari, hvað er það sem hræðir fólk svona rosalega við umræðuna, aldrei séð nein almennileg rök á móti því að fara í aðildarviðræður, eina sem maður heyrir er kostnaður er mikill, ef fólk er tilbúið að splæsa 300 milljón í tilgangslausa kosningu þá getur fólk alveg splæst 1000 millum í þetta mál.

 Svo er lika hrikalega fyndið að lesa blogg hérna hjá fólki, það virðist engin vita hvað gerist ef fólk fer í ESB, enginn kemur með nein rök með eða á móti, liggur bara í sandkassaleik, enda eru bara örfáir á Íslandi sem er í raun nógu  vel upplýstir um þetta mál. Ef þeir eru þá nógu vel upplýstir því staðreyndin er sú það veit í raun enginn hvað ESB mun bjóða okkur fyrr en við tölum við þá, og þá getur kannski fólk rætt hérna með rökum um þetta mál og tekið afstöðu.

TIl að klára þessa langloku þá persónulega ætla ég að býða þangað til við vitum hvað ESB aðild fæli í sér áður en ég tek afstöðu og fer í sankassaleik hérna með ykkur um hvað gæti verið og hvað gæti verið ekki! Því það er staðreyndin, fólk getur getur bara getið sér til hvað þetta hefur í för með sér!

Tryggvi (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 21:37

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér er nákvæmlega sama um kosti eða ókosti ESB, ég kýs mitt fullveldi og ákvarðanatökur  framyfir skrifræðisbákn. Danir eru í ESB, samt er ef ég man rétt 80% af þeirra hafsvæði ekki í ESB, hvers vegna ? jú Grænland og Færeyjar eru ekki í ESB, kannski ættum við að stofna sjálfstæði Vestmannaeyja og Grímseyjar og fleiri eyja en samt undir yfirráðum Íslands, með öðrum orðum að skjóta undan fiskimiðum og olíumiðum og ganga svo í ESB.

Sævar Einarsson, 10.3.2010 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband