Laugardagur, 6. mars 2010
Forsetinn og ný ríkisstjórn
Lokaatriði Icesave-harmleiksins opnaði sviðið fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins beinist kastljósið að forsetanum en leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sig. og Steingrímur J., eru í felum.
Icesave-málið er löngu komið úr höndum ríkisstjórnarinnar. Það er stjórnarandstaðan sem ræður því hvort samningar verði gerðir við Breta og Hollendinga og í höndum forsetans hvort þeir samningar hljóta lagagildi.
Ólafur Ragnar gæti metið stjórnleysið svo algert að hann hlutaðist til um að skipt yrði um ríkisstjórn. Hann er, þrátt fyrir allt, guðfaðir starfandi stjórnar og gæti sem best talið það þjóðarhagsmuni að ný ríkisstjórn taki völdin að loknum Icesave-kosningum.
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ólafur þyrfti þá að sannfæra órólegu deildina í VG. Ég er reyndar svo til aldrei sammála þér (til dæmis hvað varðar ESB), en ég er því sammála að ríkisstjórnin eigi að segja af sér. Við þurfum ríkisstjórn með þingmeirihluta. Það gengur ekki til lengdar að erlend ríki semji við stjórnarandstöðuna.
Halldór (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:58
Ólafur þarf að koma þessu fólki frá, Jóhanna er af óhæfu gerðinni, Steingrímur er úlfur í sauðagæru sem er steinrunninn fylgismaður landbúnaðarstyrkja, til fylgivina úr sveitinni, ásamt þvi að vera steinrunninn stuðninsmaður fiskikvótakerfis, til að tryggja sér stuðning úr þeirri áttinni, verandi nákvæmlega sama um þjófnaðarspillingu þeirra greifa, eiginhagsmunir eru fyrir öllu hjá verðlaunahrútnum Steinrunnagrími
Robert (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.