Föstudagur, 5. mars 2010
Sama fólkið styður Icesave og ESB-aðild
Samfylkingin eins og hún leggur sig styður Icesave-frumvarpið sem þjóðin ætlar að fella á morgun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hrunverjaklíkan í kringum Baugsmiðla styður einnig Icesave-frumvarpið. Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins tekur til máls fyrir hrunverja í leiðara í dag.
AMX-vefurinn gerir málflutningi Ólafs góð skil. Ólafur hefur stutt Icesave-gjörninginn alla leið, frá upphaflegum samningi Svavars Gestssonar í sumar. Stuðningsmannalið óbilgjarnra krafna Breta og Hollendinga vill sjá þjóðina á hnjánum.
Samfylkingin og hrunverjar telja að þjóð á hnjánum sé líkleg til að samþykkja ESB-aðild. Tilgangurinn helgar meðalið.
Athugasemdir
Í grein frá 18. janúar 2010 segir Sigurður Líndal Lagaprófessor emeritus;
"Ef hins vegar þrátefli verður milli forseta og Alþingis, þannig að Alþingi samþykki þegar í stað lög, sem forseti hefði synjað lítið breytt og þrátefli yrði, vakna spurningar um hvernig eigi að hemja Alþingi. Það yrði bezt gerð með því að koma á fót stjórnlagadómstól. Annars eru ekki önnur úrræði en kjósendur taki í taumana."
Nú er mér spurn, er það virkilega svo að Steingrímur hafi hugsað sér að gera nýja samninga, lítið breytta og keyra þá í gegn, án þjóðaratkvæðagreiðslu?
sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 14:28
Mér finnst afar gott að Ólafur ritstýri ekki Mogganum lengur,okkar skoðanir fara mjög illa saman. Var að því kominn að segja áratuga áskrift upp meðan hann var ritstjóri.
Ragnar Gunnlaugsson, 5.3.2010 kl. 15:30
Tek undir það, það var gott mál að losna við manninn af mogganum
sandkassi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:36
Það hefur ekki farið leynt að Icesave fólkið eru jafnframt ESB fíklar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.