Íslenskt hálmstrá Grikkja

Ástæðan fyrir erlendri athygli á væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið er að útlendir menn gera því skóna að svokölluð uppreisn skattgreiðenda á Íslandi gegn kröfu um að almenningar axli byrðar fjármagnseigenda verði fyrirmynd að andófi gegn kröfum um aðhald annars staðar i heiminum. Grikkland er nefnt í þessu samhengi.

Íslendingar ætla að segja nei við kröfu Breta og Hollendinga að almenningur á Íslandi axli ábyrgð á gjaldþroti einkabanka sem starfaði samkvæmt evrópskum reglugerðum. Við segjum nei vegna þess að okkur er stætt á því. Engin lög skylda okkur til að borga. Ísland innleiddi þær evrópsku reglugerðir sem krafist var af okkur. Innistæðusjóðurinn er til, þótt hann ráði ekki við þær kröfur sem upp á hann standa, en það er engin ríkisábyrgð á sjóðnum. Punktur.

Grikkir hafa notið velsældar undanfarin ár og horfast í augu við allt önnur vandamál en blasa við hér á Íslandi.  Opinberar skuldir eru að sliga Grikki sem í ofanálag standa höllum fæti í samkeppni við önnur hagkerfi á evrusvæði. Grikkjum er meinuð aðferð við að ná tilbaka samkeppnishæfi með því að fella gjaldmiðilinn. Skráð gengi evru tekur lítið mið af 10 milljónum Grikkja, en miðast því meira við 150 milljónir Frakka og Þjóðverja.

Enskur prófessor segir Grikki á leið inn í afríkusyndróm þar sem stjórnvöld og almenningur neita að horfast í augu við veruleika ofneyslu undanfarinna ára.

Íslendingar almennt, en ekki íslensk stjórnvöld, horfast í augu við veruleikann og hafna yfirgangi Breta og Hollendinga. Við segjum nei á laugardag og fáum nýja ríkisstjórn sem er meira í takt við þjóð sína en sitjandi stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband