Þriðjudagur, 2. mars 2010
Lýðræðinu frestað
Frestun á löngu ákveðinni þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki boðleg. Jóhanna Sig. og Steingrímur J. eru alvarlega úr sambandi við þjóðina með vangaveltum af þessu tagi. Léttúðin sem skötuhjúin sýna lýðræðislegum leikreglum er skelfileg.
Kerlingarþvaður Jóhönnu um að kannski verði tilboð á Bretum og Hollendingum á borðinu sem gæti haft áhrif á mat fólks hvernig það greiðir atkvæði um Icesave-frumvarpið er jafn eðjótískt og það er ofbeldisfullt.
Ríkisstjórnin ætlar að vera með ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-samninginn þegar og ef hann liggur fyrir. Samkvæmt venju sem kerlingarálftin í stjórnarráðinu ætlar að koma á er hægt að fresta áður ákveðinni þjóðaratkvæðagreiðslu ef vindar blása þannig að ólíklegt sé að vilji ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga.
Ríkisstjórnin er fullkomlega vanhæf og á að segja strax af sér.
Kann að frestast um viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Atkvæðagreiðslan var ákveðin 6. mars 2010 og hún á að standa. Það er ekki hægt að slá í sífellu undan og fresta vondu fréttunum. Ef við höfum brotið af okkur þá eigum við að taka afleiðingunum. Ef sektin er annarra þá ættu þeir að standa fyrir sínu máli.
Flosi Kristjánsson, 2.3.2010 kl. 19:02
Þjóðaratkvæðagreiðslan er trygging okkar að engin samningur verði gerður nema að hann er mun betri en sá sem er verið að kjósa um, eða að málið fari fyrir dómstóla sem er eini staðurinn sem það átti heima. Eitthvað sem Bretar og Hollendingar hafa óttast mest.
Allar tilraunir stjórnvalda og þeirra sem þau gæta hagsmuna, að reyna að hindra að þjóðin kolfelli samninginn, er til þess að þau geti komið þeim glæsilega í gegn með einhverjum smá breytingum. Atkvæðagreiðslan er eitthvað sem ónýt stjórnvöld, Bretar og Hollendingar eðlilega óttast.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:14
Varla við öðru að búast.
Annar ráðherrann er pólitískur öfgamaður.
Hinn er finngálkn.
Þetta kýs þjóðin yfir sig!
Svo velta menn því fyrir sér hvort hér búi eintómir fábjánar!!!
Karl (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:34
Var að hlusta á fréttaman BBC áðan í fréttum. Hann talar um að þetta geti komið af stað bylgju í Evrópu, fólk neiti að greiða fjármagnseigendum úr rískiskössunum þá fjármunni sem töppuðust í banka-krísuni.
Hefði haldið að vinstrimenn værru hrifnir af því að gefa fjármálaveldinu fingurinn.... hægri vill kosninguna vinstri ekki... hér er allt á hvolfi!
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 19:44
Samkvæmt stjórnarskrá á þjóðaratkvæðagreiðsla að fara fram eins fljótt og mögulegt er. Öll frestun á þeim kosningadegi sem búið er að ákveða hlýtur að túlkast sem brot á stjórnarskrá.
Hrímfaxi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.