Óvinirnir innanlands

Icesave-málið varðar þjóðarhagsmuni í bráð og lengd. Niðurstaðan liggur þegar fyrir, þótt hvorki séu komnir samningar né að við höfum fellt Icesave-frumvarpið. Þeir sem stóðu að samningnum um uppgjör á Icesave-reikningum einkabanka Björgólfsfeðga hafa rangt fyrir sér í grundvallaratriði.

Fréttablaðið sem málgagn auðmanna vill að við samþykkjum Icesave; hluti af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands segir það sama (að hluta sama liðið og mærði Icesave-reikningana); Samfylkingin heil og óskipt vill að við samþykkjum óskapnaðinn. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg vill að við samþykkjum.

Einhverjir þurfa að hugsa sinn gang.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála splundrar þjóðini og veldur endalausum deilum ef verður samþykkt að velta byrðinni á almenning má ekki gerast

Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband