Mánudagur, 1. mars 2010
Óvinirnir innanlands
Icesave-málið varðar þjóðarhagsmuni í bráð og lengd. Niðurstaðan liggur þegar fyrir, þótt hvorki séu komnir samningar né að við höfum fellt Icesave-frumvarpið. Þeir sem stóðu að samningnum um uppgjör á Icesave-reikningum einkabanka Björgólfsfeðga hafa rangt fyrir sér í grundvallaratriði.
Fréttablaðið sem málgagn auðmanna vill að við samþykkjum Icesave; hluti af viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands segir það sama (að hluta sama liðið og mærði Icesave-reikningana); Samfylkingin heil og óskipt vill að við samþykkjum óskapnaðinn. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vg vill að við samþykkjum.
Einhverjir þurfa að hugsa sinn gang.
Athugasemdir
sammála splundrar þjóðini og veldur endalausum deilum ef verður samþykkt að velta byrðinni á almenning má ekki gerast
Örn Ægir (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.