Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Jóhanna Sig. hrapar - skiljanlega
Traust almennings var það sem bjargaði Jóhönnu Sigurðardóttur frá útskúfun forystu Samfylkingarinnar sem ætlaði að bola henni úr ráðherrastól fyrir hrun. Traust sem almenningur hafði á Jóhönnu er horfið vegna handahófskenndra vinnubragða, stefnuleysis og uppgjafar gagnvart auðmönnum.
Úr ráðuneyti Jóhönnu kom línan ,,saman hvaðan gott kemur" þegar til stóð að mylja undir Björgólf yngri og samfylkingarviðskiptafélaga hans sem ætla að byggja gagnaver.
Jóhanna Sig. er ráðalaus og í Icesave-deilunni var hún verri en enginn.
Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fer svona fyrir þeim sem ekki hafa vit á því að hætta í pólitík þegar þeirra tími er liðinn......
Ómar Bjarki Smárason, 28.2.2010 kl. 21:55
Armur Ingibjargar Sólrúnar er orðinn grænn í framan og verður að teljast bara nokkuð sáttur við að Samfylkingin tapar aðeins 6 þingsætum samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Rétt rúmlega 20% hafa trú á Jóhönnu. Í næstu könnun er líklegt að VG mælist stærri en Samfylkingin þá er líklegt að uppgjör sé framundan.
Sigurður Þorsteinsson, 28.2.2010 kl. 22:18
Sama hvort það er pólitík eða annað. Ef fólk finnur ekki sjálft þegar þeirra tími er liðinn, þarf að hjálpa því til að hætta. Ef það þiggur ekki hjálp er hætt við að fallið verði hátt.
Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 22:18
Plúsinn er ekki með marktækar skoðanakannanir. Þetta er ekki handahófskennt úrtak, heldur fólk sem velur sjálft að taka þátt í þessari könnun.
Svala Jónsdóttir, 28.2.2010 kl. 23:37
Svala - það fólk sem fer og kýs velur það líka sjálft að fara og kjósa.
Hversvegna SJS fær svona stuðning veit ég ekki - maðurinn er með allr niður um sig og búinn að ..... upp á bak.
Sigurður - Gunnar - það er með Jóhönnu eins og fólk sem er að drukkna - það vill ekki hjálp og lemur gjarnan bjargvætt sinn - og hatast við hann það sem eftir er - Við skulum nú samt bjarga henni út úr pólitíkinni - það væri góðverk.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.3.2010 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.