Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Lögmaður hrunverja dylgjar um Agnesi
Í gær var því spáð að hrunverjar í Sjálfstæðisflokknum myndu brátt láta til sín taka. Sólarhring síðar er mættur lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson með pistil um að gagnrýnendur auðmanna séu ekki hótinu betri en útrásarhyskið.
Sveinn Andri dylgjar um að Agnes hafi þegið utanlandsferðir og fínerí frá auðmönnum og því sé henni sæmst að þegja um lygamerði úr hópi útrásargutta, en Agnes fjallaði um sannleiksást Þórs Sigfússonar.
Aðferð lögmannsins heitir spillingarjöfnun. Útrásarauðmenn og málafylgjumenn þeirra munu beita þessari aðferð trekk í trekk; nær allir tóku þátt í útrásarspillingunni og við skulum sópa öllu undir sama teppið og gleyma óþverranum.
Svarið er nei. Við munum ekki gleyma.
Athugasemdir
Hvernig veistu að þetta séu dylgjur?
Valsól (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 13:53
Dylgjur? aldeilis ekki og tími til kominn að það sé minnst á þetta.
Td., ferðir hennar í boði Björgólfs á "heilsuhæli" í Brelandi.
Hanna (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:08
Agnes hlýtur að svara þessu.Hún hefur hingað til verið fullfær um að tjá sig
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:19
Vandinn við alla þessa umræðu er, að þegar það snýr að svokölluðum pólitískum andstæðingi, þá er það spilling. Sé hinsvegar verið að benda á spillingu í manns eigin garði, þá er það kallað "dylgjur." Þannig verður umræðan ótrúverðug og þeir einnig sem þannig tjá sig.
DanTh, 28.2.2010 kl. 14:21
Ertu til í að leiðrétta þetta með lögaður hrunverja.
Staðreyndavilla hjá þér
sveinn andri sveinsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:34
@Valsól. Vitaskuld eru þetta dylgjur. Í "saklausum" spurningum er Sveinn Andri búinn að koma þeirri staðhæfingu á framfæri án heimilda að Agnes hafi fengið styrki frá útrásarvíkingum til heilsuhælisdvala (ath. fleirtöluna) í útlöndum. Hvað það kemur gagnrýni Agnesar á Þór Sigfússon við er augljóslega ekkert.
Hitt er svo annað mál að ég skil ekki af hverju Páll ætti að vera fárast yfir þessu. Hann er vanari að hjóla í manninn en málefnið. Kannski er ástæðan sú að Páll er í sama bandalagi og Agnes – elskum-að-hata-baugsfeðga-bandalaginu. (Og hér tókst mér að koma mjög ómálefnalegum punkti á framfæri.)
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:35
Lögmaðurinn knái er kominn með svipuna á loft. Aumingja Palli!
Björn Birgisson, 28.2.2010 kl. 15:10
Mér þætti gaman að fá að vita hvaða "hrunverja" Sveinn Andri hafi varið?? Þú ferð einfaldlega með rangt mál hérna, Sveinn Andri hefur ekki tengst bankageiranum með einum eða neinum hætti! Fáránlegt að koma með slíkar yfirlýsingar þar sem vitanlega er um viðkvæmar ásakanir að ræða...
Margrét (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 15:29
Agnes mun að sjálfsögðu svara fyrir sig. Hún er fullfær um það. Sveinn Andri. Þessa dylgjur þínar minna helst á söguna um stýrimanninn sem skrifaði í dagbók skipsins "Skipstjórinn ófullur í dag". Skráningin var að sjálfsögðu rétt, en hún varð til þess að farið var að athuga framferði skipstjóras, hvor hann hefði verið fullur í brúnni etc. Ef þú hefur eitthvað til þíns máls þá skaltu vera maður meðal manna og birta það sem þú veist og hættas þessum dylgjum. Það er siður hugleysingja að þora ekki að segja sannleikann.
Tómas H Sveinsson, 28.2.2010 kl. 16:29
Agnes hefur svarað því til að hún hafi aldrei þegið neinar boðsferðir.
http://www.dv.is/frettir/2010/2/28/agnes-aldrei-thegid-bodsferd-til-utlanda/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 19:54
Af dv.is: "Þegar Agnes var spurð um dvöl á „heilsuhælum“ erlendis eins og Sveinn Andri orðaði það í pistli sínum vildi Agnes ekki tjá sig um það opinberlega."
Af hverju ekki?
Auðvelt er að segja: Ég hef farið erlendis í leit að bættri heilsu, en alfarið á minn kostnað. Ekki flókið er það? Hverju er lögmaðurinn að ýja að? Hvað er Agnes Bragadóttir að fela?
Björn Birgisson, 28.2.2010 kl. 20:12
Það er athyglisvert að sjá upphaf og endir fréttarinnar um svar Agnesar í DV. Eins og verið sé að tortryggja svar hennar.
Hvort Agnes eða Sveinn Andri þáðu boðsferðir frá útrásarguttunum skiptir ekki nokkru máli. Það setti ekki Ísland á hausinn. Það var gengdarlaus græðgi og siðspilling guttanna sem gerði það.
Gunnar Heiðarsson, 28.2.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.