Tilveran eftir 6. mars

Vika er í kosningar um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar sem forsetinn sendi til þjóðarinnar. Enn er mögulegt að ekki verði kosið um frumvarpið. Ef Bretar og Hollendingar gera okkur snöggtum betra tilboð en hingað til og stjórnarandstaðan sér ástæðu til að samþykkja er líklegt að frumvarpið verði dregið tilbaka.

Ríkisstjórnarvaldið er í höndum stjórnarandstöðunnar næstu daga. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð geta ekki leyft sér að samþykkja neitt sem ekki er verulega betri samningur. Jafnvel getur verið klókt að hafna betri samningi, fá nei-ið 6. mars og fella ríkisstjórnina. Eftir fall ríkisstjórnar fæst nokkurra vikna frestur og þá er hægt að semja á grundvelli sem liggur fyrir.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. þarf að fella vegna þess að hún er landi og lýð til óþurftar. Í skjóli stjórnarinnar sanka auðmenn að sér fyrir eigum án skuldanna. Ríkisstjórnin heggur að grunnstoðum atvinnulífsins með fyrningarleiðinni í sjávarútvegi. Til að kóróna óskapnaðinn ætlar kvislingahjörðin í stjórnarráðinu að selja landið og miðin undir Stór-Evrópuríkið í Brussel.

Kannski vorar eftir 6. mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Ég skil ekki hvernig það ætti að vera hægt að taka þann rétt af sjálfstæðum  íslendingum til að segja sitt álit á þessu máli.  Það væru þá hrein og klár svik, þjóðréttarréttar þjófnaður , sem ég sé ekki hvernig myndi enda. 

Fyrir 6 mars er ekki hægt að gera samninga varðandi þetta mál sem bindur þjóðina.  Eftir 6 mars verður komin önnur staða sem þarf að skoða þá.  Fari svo sem horfir þá fellur kvislinga stjórnin fáum við afgerandi nei 6 mars.        

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2010 kl. 11:25

2 identicon

Páll. Varðandi athugasemd þína hér að ofan  "Í skjóli stjórnarinnar sanka auðmenn að sér fyrir eigum án skuldanna." heyrði ég ágætis hugmynd hér um daginn. Látum þessa menn kaupa allt sem hugur þeirra girnis, en greiða fyrir að fullu með erlndum gjaldeyri, svo þegar tími þykir til kominn, þá tökum við þetta allt uppí skuldir þeirra við þjóðina.

Tomas H. Sveinsson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 13:27

3 identicon

Samkvæmt þessar tilskipun Evrópuþingsins, um innistæðutryggingasjóði, þá geta ríki ekki gengið í ábyrgð fyrir innistæðutryggingasjóði banka.  Þ.e.a.s. ef ég les rétt út úr því sem stendur í tilskipuninni.  Þetta er haft svona til að skekkja ekki samkeppninsstöðu bankana í Evrópu.

Hvaða heimild hafa þá íslensk stjórnvöld til að semja um og gangast þar með í ábyrgð fyrir Icesafe kröfunni (ekki skuld) ef slíkt bannað samkvæmt þessari tilskipun?  Það er engin heimild fyrir þessu í lögum evrópska efnahagssvæðissins.

Ef svo fer, eins og allt sýnist, að íslensk ó-stjórnvöld viðurkenni ábyrgð sína á greiðslu Icesafe kröfunnar, er það þá ekki lögbrot?  Brot á evrópskum lögum?  Væri hægt að kæra þetta til evrópudómstólsins, og hver ætlar að kæra?

Jóhannes (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband