Bandalag hrunverja í Sjálfstæðisflokknum

Útrásarauðmenn og sumir þingmanna Sjálfstæðisflokksins eru áfram um að ljúka uppgjörinu við hrunið í snarhasti til að koma sér í hversdagstakt hins makráðuga; græða á daginn og grilla á kvöldin. Ráðning Ólafs Stephensen í ritstjórastól Fréttablaðsins er liður í bandalagi hrunverja. Ólafur er náinn samstarfsmaður fyrrum heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og í kallfæri við Þorgerði Katrínu Gunnardóttur varaformann.

Ólafur skrifaði sinn fyrsta leiðara í vikunni með þeim efnislegu skilaboðum að atvinnulífið eigi að hafa forgang umfram önnur málefni. Pilsfaldakapítalismi á Keflavíkurflugvelli, þar sem opinberu fé er ráðstafað í þágu einkareksturs, er dæmi um málflutning bandalags hrunverja.

Undir rós eru í Morgunblaðinu skrifaðar í dag tvær greinar gegn bandalagi hrunverja. Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri varar forystu Sjálfstæðisflokksins við að hlusta ekki á réttmæta reiði almennings sem krefst uppgjörs við auðræði síðustu ára. Agnes Bragadóttir skrifar upp eðliseinkenni hrunverja þar sem Þór Sigfússon fær kvittun fyrir lygavaðal sem hann hafði í frammi í stól forstjóra Sjóvá.

Bandalag hrunverja mun láta til sín taka á næstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var óttaleg drama í kringum brottrekstur Kaldals, en að sjá Ólaf brosandi nánast í sömu grein fannst mér meira en bara loðið....  segi ei meir....

Viskan (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 14:18

2 identicon

Páll þú ert nú meiri kallinn. Svo virðist sem þú sért algjörlega heilaþveginn af áróðursmeisturum vinstriflokkanna. Bara orðið hrunverji er eins og tattóverað inn á augnlokin á þér. Reyndu nú að átta þig á staðreyndum og hætta þessu órökstudda bulli. Þó svo menn tengist flokki eða fólki sem á eitthvað á milli handanna þá er ekki þar með sagt að viðkomandi sé óhæfur til að taka að sér mikilvæg störf, er það? Þú vilt kannski læsa þetta fólk bara inni svona fyrirfram? Getur þú kannski rökstutt sök þeirra genetískt?

Birgir (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 17:46

3 identicon

Hrunverji er stórgott orð

spritti (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband