Íslandi vantar ekki peninga, heldur heiðarleika

Lendi Ísland í ruslflokki matsfyrirtækja er það í þágu langtímahagsmuna okkar. Ísland þarf ekki á útlendum peningum að halda, þeir voru hluti af vandanum fyrir hrun. Hærri vextir í útlöndum gerir útrásarafgöngunum hér heima erfiðara fyrir að leggja undir sig atvinnulífið að nýju.

Draumastaða útrásarviðrinanna er að íslenskur almenningur taki á sig Icesave-skuldirnar og þeir fái í staðinn aðgang að ódýru lánsfé sem fjármálaspillingarliðið í hálfopinberu ríkisbönkunum veitir áfram til viðrinanna.

Til að losa okkur við óværuna verðum við að horfast í augu við kaldan veruleikann: Uppgjörið hefur ekki farið fram. Glæpamennirnir ganga lausir.


mbl.is Ísland á leið í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jæja loksins er einhver hér sem mælir eitthvað af viti. Algerlega mælir þú manna heilastur.

Svo er það merkilegt að allir eru þess fullvissir, í heimsku sinni, að ef að Icesave-ruglið væri frá þá væri eitthvað annað og betra mat á Íslandi. Í raun er það rugl þá gott fyrir slugsana - þannig má afsaka margt.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 26.2.2010 kl. 20:45

2 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Góð grein við viljum fá réttlæti. Þessi trúverðugleiki þessa matsfyrirtækis  er ekki neinn því munum við ekki bogna undan svona tali frá ómerkingum sem ekkert vita.

Elís Már Kjartansson, 26.2.2010 kl. 21:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú getur þá upplýst okkur hvernig við eigum að endurfjármagna stóru gjaldagana árið 2011?

Eða er þjóðargjaldþrot bara besta lausnin?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.2.2010 kl. 21:43

4 identicon

Heyr heyr!

Sigurður Ásgeirsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:12

5 identicon

Sammála þér um efni máls en ekki fyrirsögn.

Svipmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:40

6 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Páll.

Þú er blaðamaður og því ættir þú að kafa ofan í fundargerðir Breska þingsins og þá sérstaklega fyrirspurn sem var um Icereikninga þar í landi.  Ræddu við Ásrúnu hjá RUV og fáðukomment á því sem ég sendi henni í síðustu viku, þe. svör við spurningum sem bornar voru upp og birtust 15 júí 2008 (COLUMN WA 132)

Þetta svar gæti verið svar fyrir okkur Íslendinga gagnvart háttsemi Breta og svar við beytingu hryðjuverkalöggjar þeirra á okkur íslendinga. 

Hvaða hagsmuni eru þeir að gæta??

Eggert Guðmundsson, 26.2.2010 kl. 22:51

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Heiðarleikinn er margfaldur.

Eggert Guðmundsson, 26.2.2010 kl. 22:53

8 identicon

Páll!

Þú ættir kannski að byrja á sjálfum þér. Í bloggum þínum sakar þú menn um að hafa þegið mútur og hagræði niðurstöðum í þágu ákveðna málefna án þess að færa rök fyrir máli þínu. Bloggin þín og þinn svarthvíti heimur er það fyrsta sem við Íslendingar þurfum að losna við. Þá fyrst getum við farið að taka á málum að skynsemi.

Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:20

9 identicon

Sammála Páll.  Útrásarviðrinin eiga ekki að vera á framfæri íslenskra skattgreiðenda. Heilög Jóhanna hefur eitthvað misreiknað sig.

þór (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:32

10 identicon

Akkurat einhvað af viti. Við setjum þessi fyrirtæki í ruslflokk sjálf. Þetta er bara aðkeyptur hópur mafíósa sem er stýrt af auðvaldi heims, hver borgar best til að hræða líftóruna úr væntanlegum fjárfestum til þeirra þjóða sem á að kúa. Fólk á ekki að gugna þegar það þarf að verja komandi kynslóðir. Það sést eftir þjóðaratkvæðargreiðslu, það er nefnilega það sem auðvaldið hræðist mest að kosningin fari fram, þá sér alheimur að það á að nota lýðræði til að stoppa glæpaklíkuna sem hefur stjórnað þjóðum heims, en ekki stjórnmálamenn, þeir voru bara leppar græðginnar. Ef auðvaldið borgaði skatta af því sem þeir hafa platað út úr almenningi, væru skattar 20 % í dag, allt að helmingi tekkna heims eru faldar í skattaparadísum og ekki skattað þar að sjálfsögðu. Það hefur komið framm af þeim sérfræðingum sem láta ekki kaupa sig og voru bara svartsínis paurar fyrir hrun en hafa allan tíman haft rétt fyrir sér. Hvernig er hægt að trúa hagfræðingum sem eru á styrkjum í háskólum heims reknar af auðvaldinu. Á sama hátt og almenningur verður að gera“ Sleggjan & Þruman“ draga saman seglin. T.d. ekki eyða 2 til 4 miljörðum í vonlausar viðræður um ESB (Elíta Stór Bruðralara) þegar við erum með buxurnar á hælunnum, svo einhvað sé nefnt. Hörður Hinrik reyndu að horfast á við staðreindir.

Ingolf (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 23:43

11 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Lýðræðið hefur gefið vilyrði fyrir allri spillingunni. Með lýðræðinu hefur tekist að hranna upp vitleysingum á þing Íslendinga til að stjórna.

Ég segi vitleysinga því á þing, því ég hef fylgst með umræðu og gerðum þar í all langan tíma. Já. Ég er einn af Lýðræðinu sem hef kosið "fíflin". En fyrr má nú fyrr vera. Enginn gat séð fyrir vitleysisganginn sem fram hefur komið síðasta ár.

Ekki gat ég séð þetta fyrir.  Er einhver sá þetta fyrir?

Eggert Guðmundsson, 27.2.2010 kl. 00:16

12 identicon

Já Eggert það var fólk sem sá þetta fyrir, þeir voru bara kallaðir bölsýnis menn. Já það er rétt hjá þér að Lýðræðið hefur svikið, falska lýðræðið. Vonandi verður Island fyrsta Lýðræðið í heiminum sem í veruleikanum virkar ef 6 mars verður að veruleika og þá fylgir aðrar þjóðir eftir raunveruleika Lýðræðis. Umheimurinn stendur á öndinni eftir þessum degi, meira en fólk heldur. Lýðræði að mínu mati á að þýða, samfélags samheldni af heilbrigðri skynsemi, en ekki með græðgisvæðingu gróðasinna.

Ingólf (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 00:46

13 identicon

Ég get staðfest að þetta er rétt Ingólf. Ég þekki mikið að útlendingum sem fylgjast með framvindu mála á Íslandi. Þeir eru stoltir af því lýðræði sem þjóðaratkvæðagreiðslan gefur Íslendingum. En enn merkilegra fynnst þeim það fordæmi sem gæti skapast fyrir aðrar þjóðir.

Það er að verða ljóst að Íslendingar eru að gefa öðrum von.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla verður að fara framm. Hún snýst um réttindi fólks gegn fjármálaöflunum út um allann heim.

Már (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 03:06

14 identicon

Páll. Þetta er hárrétt hjá þér. Þessi skrif þín eru akkurat mergur málsins.

Þessi risalán snúast fyrst og fremst um að fá fjármagn fyrir þá sem eiga allt á Íslandi. Sama fólk og hefur sett allt á hausinn.

Þegar Ísland þarf svo að byrja að borga Icesave og aðrar risaskuldir eftir nokkur ár. Þá verða þessir herrar búinir að láta sig hverfa úr landi með þessa peninga og skilja allt eftir í rjúkandi rúst hér heima.

Þeir eiga að fá að fara á hausinn og Bretar og Hollendingar að rotna í Helvíti ástamt Moddy´s sem er ekkert annað en vopn í vopnabúri AGS.

Már (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 03:15

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þér Páll

Virðing, trúnaður og heilindi, er mantran (tattúið) sem brennimerkja þarf inn í þjóðarsálina. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.2.2010 kl. 08:44

16 identicon

Sæll.

Alltaf þegar ég heyri að við séum komin í ruslflokk þessara matsfyrirtækja brosi ég. Við fáum þá ekki meira lánað en það er akkúrat það sem við þurfum, engin frekari lán. Í því felst heimskreppan, menn hafa sífellt tekið lán fyrir öllu. Ætlar enginn að læra af því sem gerðist?

@sleggjan og þruman

Við eigum fyrir þessum erlendu lánum sem borga þarf af 2011. Gjaldeyrisvarsjóðu okkar dugar fyrir þeim afborgunum og heldur áfram að stækka, þökk sé krónunni. Jafnvel þó við ættum ekki fyrir þeim er engin lausn að fá lán til að borga af öðru láni. Slíkt lengir bara í hengingarólinni. Ef við eigum ekki fyrir þessum afborgunum 2011 semjum við einfaldlega við lánadrottnana um að framlengja aðeins í lánunum. Heldur þú að þeir vilji ekki fá borgað? Ekki trúa þessu þrugli í VG og SF, það fólk hefur sýnt með orðum sínum, athöfnum og athafnaleysi að þekking þess á efnahagsmálum er ekki betri en mannsins úti á götu.

Jon (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:00

17 identicon

Jon, þrátt fyrir veika krónu er gjaldeyrisforðinn okkar ekki að stækka neitt að ráði. Það eru t.d. ENGIN viðskipti með krónuna og hafa ekki verið í nokkurn tíma. Til að við getum komið okkur upp gjaldeyrisvarasjóð þarf að versla með krónuna, sem er ekki verið að gera.

Lánshæfni ríkja er eins og lánshæfni einstaklinga að því leiti að ef maður borgar ekki skuldirnar sínar þá fer maður á vanskilaskrá (lánshæfni lækkuð) og maður fær ekki meiri lán fyrr en maður er búin að borga það sem maður fékk áður. 

Held samt að Íslendingar eigi ekki eftir að fatta þetta fyrr en við eigum ekki heilbrigðiskerfi lengur.  Því miður hafa Íslendingar kolgleipt áróður landráðamannanna í InDefence sem eru að reyna maka krókinn á hruninu og hjálpa kolkrabbanum að ná aftur völdum. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 13:33

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þetta nú gáfulegt? "Ísland vanta ekki peninga"

  • Og eigum við þá bara að stunda vöruskipti? Svona eins og í gamladaga? Þ.e. að fólk sæki sérstaklega um að fá að fara í ferðalag til útlanda með 5 ára fyrirvara svo hægt sé að leggja til hliðar gjaldeyri fyrir því?
  • Eigum við bara að taka Icesave á öll lán Seðlabanka og neyta því að borga þau þar sem að Bankastjórinn hafi skrifað undir lánin ekki við?
  • Eigum við þá bara að sætta okkur við að hér verði kannski 15 þúsund manns atvinnulaus.
  • Hvernig eiga fyrirtæki að birgja sig upp þar þau geta ekki keypt neitt nema gegn staðgreiðslu. Og þau fá ekki gjaldeyri nema fyrst að selja erlendis vörur.

Ekki gáfulegt!

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.2.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband