Þöggun i anda samræðustjórnmála

Samfylkingin ætlast til að Vinstri grænir þegi um sannfæringu sína að ísland eigi ekkert erindi inn í ESB. Yfirgangur Samfylkingarinnar er þekkt stærð í íslenskum stjórnmálum. Þeir fyrirskipuðu Sjálfstæðisflokknum að halda aukalandsfund til að skipta um skoðun í ESB-málum. Sjálfstæðisflokkurinn lyppaðist niður og það varð banabiti ríkisstjórnar Geirs Haarde. Eftirgjöf gagnvart yfirgangi elur á frekjunni.

Vinstri grænir gáfu eftir í stjórnarmyndunarviðræðum og þeir gáfu eftir í sumar þegar ályktun um umsókn var samþykkt. Af þeirri ástæðu finnst samfylkingarþingmönnum sjálfsagt að krefja þingmenn Vg um þögn.

Liðleskjur eins og Árni Þór Sigurðsson eru alltaf til í að sitja og standa í þágu valdsins. En í þingflokki Vg eru góðu heilli aðrar manngerðir.


mbl.is „Í fullum rétti að tjá sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er verri og eitraðari mafía en sjálfstæðisflokkurinn verður nokkurntímann. Við höfum ekkert að gera í ESB. Ekki nokkurn skapaðan hlut.

spritti (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 09:58

2 identicon

LOL - Góður!

Hrímfaxi (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 10:29

3 identicon

Afar ótrúverðugt hvernig VG hefur brugðistvið verðbréfabraski Árna Þórs.

Hann græddi meira en 11 milljónir króna með braski á bankabréfum sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar.

Um þetta þegir VG.

Flokkur alþýðu og verkalýðs!

Flokkur jöfnuðar og réttlætis!

Er að undra að það er aðeins eitt sem sameinar þjóðina núna.

Algjör fyrirlitning á stjórnmálastéttinni.  

Karl (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband