Miðvikudagur, 24. febrúar 2010
Ísland reiknað niður í lífskjörum
Ísland þarf að borga 2-3 milljarða króna til að laga sig að regluverki Evrópusambandsins. Stjórnvöld leggja út í þessa vitleysu vitandi að þjóðin vill ekki inn í ESB.
Íslendingar yrðu reiknaðir niður í evrópskt meðaltal í ESB, sem þýddi lakari lífskjör en við höfum átt að venjast síðustu áratugi.
Við myndum flytja forræði okkar mála til höfuðborgar ESB sem liggur í 2000 kílómetra fjarlægð.
Feigðarflan Össurar er skipulagt í skjóli hrunsins og mun ekki ná fram að ganga.
Gera þarf breytingar en of snemmt að áætla kostnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Íslendingar yrðu reiknaðir niður í evrópskt meðaltal í ESB, sem þýddi lakari lífskjör en við höfum átt að venjast síðustu áratugi."
Páll ertu ekki með báðar fætur á jörðinni??? Við erum algjörlega búinn að koma okkur niður í svo slök lífskjör að þau þekkjast vart í vestrænum heimi. Laun og kaupmáttur á íslandi eru á svipuðu róli og hjá 3 heims ríkjum og þetta á allt eftir að versna á komandi árum.Hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að láta út úr þér að lífskjörin séu góð á íslandi.
Líttu á lífskjörinn í t.d. Danmörku sem er búið að vera í þessu sambandi í 30 ár. Þau eru öfundsverð miða við ísland.
The Critic, 24.2.2010 kl. 15:32
Kannski að "The Critic" segi okkur á hvaða gengi Evrunnar hann teldi að skipta út krónunni fyrir.
Það er mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því. Þetta hefur meira að segja Jóhanna ekki getað sagt til um vegna nákvæmlega þessa sem Páll skrifar um.
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 17:56
Til hamingju Páll með að verð orðinn framkvæmdastjóri Heimsýnar. Það hlýtur að vera æðsti draumur blaðamannsins að verða opinber blaðafulltrúi einhvers málstaðar. Það þýðir samt að héðan í frá getur maður ekki tekið skoðanir þínar á ESB sem þínar. Þú glefsar ekki í hönd þess sem matar þig. Það geri ég ekki heldur.
Gísli Ingvarsson, 24.2.2010 kl. 17:58
Ekki er ég aldeilis hissa á því að hinn sköllótti herra „Critic“ treystir sér ekki til að fara með svona fleipur undir eigin nafni.
Þrátt fyrir allt kreppuvælið eru lífskjör Íslendinga betri en lungi allrar veraldarinnar og eru þar með talin ríki ESB. Þetta er öllum augljóst.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 18:20
Pétur hvernig geturðu sagt að lífskjör íslendinga séu betri en í öðrum EU löndum? Hefurðu búið í öðru EU landi? Það hef ég gert í mörg ár!
Launin dugðu fyrir afborgunum, maður borgaði niður lánin og eignaðist það sem maður tók lán fyrir öfugt við á Íslandi þar sem lánið bara hækkar við hverja greiðslu. Þegar maður var búinn að borga af húsnæðinu og borga alla reikninga átti maður samt nóg eftir. Þetta getur hin meðal maður á íslandi ekki.
Einnig er þetta tolla rugl orðið óþolandi á íslandi, það er ekki hægt að kaupa sér lítinn hlut af vefverslun í Bretlandi án þess að þurfa að borga íslenskum stjórnvöldum aðra eins upphæð í formi gjalda. Ættingjar geta ekki sent hluti til íslands nema pakka því í gjafapabbar til að þurfa ekki að borga af því.
Við njótum ekki þeirra fríðinda að vera Evrópubúar sem frjáls verslun innan sambandsins hefur í för með sér.
Svo þurfum við að sætta okkur við þessa vondu lélegu landbúnaðar vöru sem reynt er að heila þvo okkur með að sé best í heimi og megum ekki flytja inn góða osta og ætilega spægipylsu.
The Critic, 24.2.2010 kl. 18:45
Tek undir með the critic.
Lifskjörn hér eru víðs fjarri kjörum Norðurlandabúa.
Þau eru nú svipuð og í Tékklandi þar sem ég þekki vel til.
Lítið fæst fyrir þá háu skatta sem menngreiða hér.
Dýrtíð vegna opinberra álaga er geggjuð hér.
Hér komast öfgamenn á borð við Steingrím Sigfæusson upp með að hækka verð á áfengi vegna þess að hann telur að fólk eigi ekki að drekka brennivín.
Þetta þekkist hvergi í siðpuðum ríkjum.
Ég hef búið í fjórum Evrópuríkjum og tel mig vita vel um hvað ég er að tala.
Lífskjörin hér eru ekki komin niður á stig Albaníu, Kúbu eða Afríku.
Ekki enn.
En þau eru mun lakari en í Vestur-Evrópu almennt og á Norðulöndum sérstaklega.
Ríkisstjórnin gerir síðan illt verra með galinni efnahagsstefnu.
Íslendingar þurfa að losna undan ægivaldi óhæfra stjórnmálamanna og staðnaðra flokka.
ESB er besta flóttaleiðin fyrir þessa forsmáðu þjóð.
Karl (IP-tala skráð) 24.2.2010 kl. 20:24
Ég spyr: getur það orðið nokkuð verra en það er og á eftir að gerast að öllu óbreyttu ef við ákveðum að ganga í sambandið? Ekki svo vissum það.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 24.2.2010 kl. 20:52
Hvað ertu að glefsa í hann Pál hér, Gísli evrókrati?
Arinbjörn, þú ert greinilega ekki búinn að átta þig ennþá.
Karl og 'Critic', áfallið í efnahagslífinu hér er líka Bretum að kenna, ekki okkur einum. Hingað til höfum við búið í vandaðri húsum, með jafnari og betri lífskjör en allt EB-meðaltal og með langtum minna atvinnuleysi. Nú er við tímabundinn vanda að stríða. Við leysum hann, þegar við losnum við vanhæfa glæfragengið við stjórnvölinn.
Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 00:17
JÓN VALUR:
Sammála þér um að ein mikilvægasta forsenda endurreisnar hér er að losna við núverandi stjórnvöld.
Steingrímur og Jóhanna eru pólitísk gamalmenni, þröngsýnt og kreddufullt fólk sem fast er í viðjum úreltrar hugmyndafræði hafta og forræðishyggju.
Svona svipað og Sjálfstæðisflokkurinn. Sá flokkur hefur aldrei stutt frelsi einstaklingsins á borði. Frelsið sem flokkurinn styður er frelsi sumra til að græða.
Mitt framlag fólst í því að taka undir orð um lífskjaraskerðinguna hér. Hún er gríðarleg og til næstu áratuga.
Kjör manna hér eru sambærileg við Mið- og Austur-Evrópu. Ríkisstjórnin dýpkar síðan kreppuna.
Þetta ástand verður ekki flúið og það er rétt, gangi Ísland í ESB munu mörg ár, sennilega tíu til 15, líða þar til hér verður unnt að taka upp evru. Langtímahagsmunir þjóðarinnar eru hins vegar þeir að hér verði skipt um gjaldmiðil. Krónan hefur leikið þessi þjóð óskaplega grátt og á stóran þátt í því að hér hefur góð afkoma manna ætíð byggst á mun meiri vinnu en í nágrannaríkjum.
Annars er í raun tímaeyðsla að deila um þetta. Flestir nálagast þetta mál af trúarkenndum ofsa. íslendingar hafa aldrei verið færir um rökræðu, það skýrir að hluta til hina þjóðfélagslegu stöðnun.
Mín skoðun er jafnframt sú að Íslendingum beri að ganga í ESB til að flytja hið pólitíska vald úr landi. Forusta íslenskra stjórnmálamanna hefur reynst þjóðinni æði dýrkeypt. Flokksræði og spilling ræður þar mestu en jafnframt staðnaðir stjórnmálaflokkar sem reka vélar sem framleiða óhæfa stjórnmálamenn.
Kveðja
KK
Reykjavík.
Karl (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 08:35
Æ, mér sem leizt svo vel á þetta svar þitt framan af, Karl K.!
En þú fórst alveg með það með því að tala niður krónuna, sem nú er að hjálpa útflutningsatvinnuvegunum svo ríflega, gamlar atvinnugreinar eru jafnvel að lifna við, og síðast í vikunni kom það fram, að menn eru farnir að leita hingað frá Ameríku til að ljúka flugnámi í Flugskólanum – og allt er það krónunni að þakka og bættri samkeppnisstöðu okkar!
Og höfuðið bíturðu af skömminni, blessaður, með því að leggja til, að við látum innlima okkur í evrópskt, upprísandi stórveldi, þar sem við fengjum 0,06% vægi í ráðherraráðinu!!! Gleymdu þessum draumum þínum, vinur.
Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 11:46
Samkvæmt Páli kostar það okkur 2 - 3 milljarða að "aðlaga okkur að regluverki ESB" Það er 0.5% af hækkunum höfuðstóls íslenskra húsnæðislántaka (425milljarðar) af íslensku húsnæðislánunum síðastliðinn tveggja ára (Ekki myntkörfulánin). Vá hvað við ættum frekar að greiða þennan kostnað til þess að gefa börnum okkar færi á heilbrigðari fjármálaþjónustu í framtíðinni.
Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 12:29
Gerir Hörður Hinrik í alvöru ráð fyrir, að þegar menn taka húsnæðislán, sleppi þeir við að skulda höfuðstólinn?! Menn sleppa ekki við að borga höfuðstól af lánum, nema þeir séu útrásarvíkingar í náðinni hjá vanhæfu vinstri stjórninni!
Svo talar hann um "heilbrigðari fjármálaþjónustu" og virðist telja heilbrigðið að finna í Evrópuyfirráðabandalaginu! En hann ætti að minnast þess, að Evrópubandalagið (EB) er í raun bótaskylt í Icesave-málinu vegna sinnar gölluðu tilskipunar um tryggingasjóði (94/14/EB), ennfremur að endurskoðunarskrifstofur og nýir staðlar þeirra Á ÁBYRGÐ EVRÓPUBANDALAGSINS ollu hruninu (sbr. HÉR).
Jón Valur Jensson, 25.2.2010 kl. 12:44
Jón.
Höfuðstóll íslenskra húsnæðislána hafa hækkað um 425milljarða síðustu 24 mánuðina. Íslenskir neytendur eru að taka á sig þennan viðbjóð án þess að laun hækki, auk óðaverðbólgu og fleiru sem fylgir krónunni. Ég er persónulega tilbúin að greiða minn hlut af þessum 3 milljörðum sem fara í samningaferlið við ESB til þess eins að komast í kynni við Gjaldmiðil svona til hagræðingar fyrir börnin mín.
Varðandi Icesave, þá ertu alltof siðblindur til þess að ég eyði tíma mínum í að svara þér. Miðað við einlægna þröngsýni þína er ég viss um að ef þú værir hinum megin við borðið væri þú í "anti íslands herferð" í Bretlandi og Hollandi þessa dagana.
Íslenskir stjórnmála- og embættismenn var ljóst allan tímann hvaða ábyrgð fylgdi rekstri útibúa í ESB ríkjunum. Þess vegna var Kaupþingi bannað af ríkisvaldinu að setja upp útibú í Bretlandi 2005!
Svo ég vitni í nafna þinn Hannibalsson
Ef Alþingi hefði lögleitt rammalög ESB (94/19/EB) um lágmarkstryggingu sparifjár árið 1999 með sama fyrirvara og t.d. Norðmenn (og fleiri EES-ríki), nefnilega að trygging tæki aðeins til innistæðureikninga í innlendum gjaldmiðli, þá hefðu íslensku bankarnir orðið að reka sína starfsemi erlendis í formi dótturfyrirtækja. Þar með hefði eftirlit og innistæðutrygging verið á ábyrgð gistiríkjanna.
- Þá væri enginn Icesave-reikningur til.Hörður Hinrik Arnarson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.