Mánudagur, 22. febrúar 2010
Noregur, Ísland og fleiri utan ESB
Við eigum ásamt grannþjóðum okkar Grænlendingum, Færeyingum og Norðmönnum að mynda samstarfsvettvang sem gæti síðar þróast í bandalag. Hagsmunir þjóðanna eru tengdir, m.a. vegna fiskveiða, legu á Norður-Atlantshafi og nálægð við norðurslóðir sem verða æ mikilvægari vegna auðlinda og betri samgangna.
Færeyingar gera ráð fyrir að endurskoða afstöðu sína til samvinnu á NV-Atlantshafi og samstarfs við ESB með útgáfu skýrslu í vor. Engar líkur er á að Færeyingar gangi í Evrópusambandið. Grænlendingar eru eina þjóðin sem komist hefur upp með að fara úr Evrópusambandinu.
Í fimm ár hefur norska þjóðin sagt nei við ESB í könnunum. Noregur er ekki að hreyfa sig í átt að ESB.
Íslendingar eiga að læra af flumbrugangi síðustu ára og byggja utanríkisviðskiptapólitík sína á hörðum staðreyndum en ekki óskhyggju nokkurra kontórista sem dreymir um starf í Brussel.
Færri Norðmenn vilja í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Setja allt þetta rándýra samningarbrölt á "hold" meðan staðan er svona óljós a.m.k.
Unnar, 22.2.2010 kl. 15:22
Já, þessi norrænu rík hafa öll mikla burði til að verða ein öflugustu og ríkustu ríki heims. Í hafsvæðunum í kringum þessi lönd eru gjöful fiskimið, auk þess að olía og gas mun vera að finna í miklum mæli í hafsbotninum við þessi lönd.
Hvað með að Grænland, Ísland, Færeyjar og Noregur stofnuðu ríkjasamband sem gæti heitið "Sameinuðu Norrænu Olíu-furstadæmin"?
Bergur Arnar (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 15:52
Mig grunar að ESB vilji fá Ísland inn svo að Noregur fylgi. EF Ísland færri í ESB yrði EES lagt niður og í Noregi kæmi mikil þrýstingur frá atvinnulífinu að ganga í ESB. Eða þannig hef ég lesið þetta.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 17:17
Hannes, EES-samningurinn heyrði ekki sögunni til þó Íslandi gengi í Evrópusambandið né ef Noregur gerði það. Gert er ráð fyrir því í samningnum að ríki sem eiga aðild að honum kunni að ganga í sambandið. Þegar samið var um hann á sínum tíma bjuggust flestir við því að Noregur gengi í það en svo höfðnuðu norskir kjósendur því. Hins vegar kynni að vera samið upp á nýtt um stofnanahlut EES-samningsins en ólíklega á verri kjörum.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2010 kl. 18:56
Grænland og Færeyjar eru ekki sjálfstæð ríki, þau tilheyra Danmörku, íbúar þeirra eru með Danskt vegabréf sem á stendur Europian union og eru danskir ríkisborgarar. Þessi ríki þurfa að fara eftir öllum reglum Evrópusambandsins nema sjávarútvegsstefnunni þannig að svona hugmyndir um bandaleg með þessum svæðum Danmerkur eru ferlega barnalegar.
Steini (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:42
Vissuð þið að grænlendingar nota sömu bifreiðaskrá og Danir og þar af leiðandi sömu bílnúmer. :)
Arnór G (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 20:47
Sammála öllu og löngu tímabær umræða.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.