Grikkir formæla Þjóðverjum

Grikkir rifja upp innrás Þjóðverja fyrir sjötíu árum og spyrja hvernig Þýskir dirfast að krefja Grikki um að herða sultarólina á meðan enn er ekki fullbætt fyrir fallna í seinni heimsstyrjöld. Þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi í tvær kynslóðir borgað möglunarlaust bætur í austur og vestur er þeim ekki enn fyrirgefið stríðsrekstur Hitlers.

Þjóðverjar borga fyrir Evrópusambandið og þeir munu á endanum bjarga Grikkjum frá gjaldþroti, jafnvel þótt stjórnin í Aþenu reyni að fá rússneska, kínverska og e.t.v. arabíska peninga að láni. Spurningin er hvað gerist i framhaldinu þegar þýsk-evrópsk lausn finnst á gríska vandanum.

Ambrose Evans Pritchard telur engar líkur á að pólitískt bandalag myndist í Evrópu sem er forsenda fyrir framtíð evrunnar. Pólitískt bandalag þarf sameiginlegan vettvang. Og enginn sameiginlegur vettvangur er til í Evrópu. Höfuðstöðvar ESB í Brussel eru vettvangur stjórnmálaelítu álfunnar en almenningar finnur enga samkennd, hvorki með framkvæmdastjórninni né Evrópuþinginu.

Hvorki þeir sem þiggja þýsk-evrópskan né þeir sem veita hann munu fá meiri löngun í nánara bandalag Evrópu. Evrópska samvitundin er komin á endastöð. Samfylkingin ætlar með okkur Íslendinga inn í bandalag hnignandi þjóða. Þýskir myndu segja: Dummkopf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa er þetta? Ég hef varið löngum tíma í Grikklandi og ekki orðið var við þau viðhorf gagnvart Þjóðverjum sem hér er lýst.

Það er reyndar merkilegt að þegar túrismi upphófst í Grikklandi eftir stríðið þá byggði hann mikið á Þjóðverjum, og að nokkru leyti á Þjóðverjum sem höfðu verið í Grikklandi í stríðinu og hrifist af landinu.

Hafi einhver þjóð verið sérstaklega lágt skrifuð hjá Grikkjum undanfarna áratugi þá eru það Bandaríkjamenn. Það er vegna þess að Grikkir telja að Bandaríkjamenn hafi stutt Tyrki - og líka vegna stuðningsins við herforingjastjórnina á árunum eftir 1967. 

Vissulega reynir nú á Evrópusambandið, en samt verður því seint neitað að það eru Grikkir sjálfir sem hafa búið svo um bólið með langvarandi óstjórn, landlægum skattsvikum, vilja til að njóta opinberrar þjónustu án þess að borga fyrir hana, nepótisma og spillingu sem hefði fyrir löngu þurft að taka á. 

Feðraveldið í grískum stjórnmálum er sérstætt. Milli Papandreou og Karamanlis kom þó einn ágætlega heiðarlegur maður, Kostas Simitis, en hann var of teknókratískur til að Grikkir fíluðu hann. Sá Papandreou sem nú er forsætisráðherra hefur reyndar orð á sér fyrir að vera heiðarlegur. 

Egill (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 00:25

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Afhverju lætur Egill ekki föðurnafn sitt, sem sumir vita að er Helgason, fylgja athugasemd sinni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 01:15

3 identicon

Þetta skyldi þó aldrei vera sá hinn sami Egill og fullyrti það fyrir nokkrum mánuðum að efnahagshrunið í Grikklandi væri alls ekki sambærilegt við það sem hér hefur átt sér stað. Þetta þóttist sá Egill vita með algjörri vissu þar sem hann hefði oft ferðast til landsins.

Nefndur Egill hefur óbilandi og óhaggandi tröllatrú á þeirri rannsóknaraðferð að ferðast til einhvers lands og ræða gagn þess lands og nauðsynjar við leigubílstjóra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 01:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki vanmeta leigubílstjóra, Hans

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2010 kl. 01:55

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér heyrist Egill vera með þetta á hreinu. Maður sem hefur dvalið þar löngum er í betri aðstöðu til að greina pólitískt ástand heldur en þeir sem aldrei hafa kynnst landi og þjóð. Minni á að hingað hafa komið menn og skrifað lærðar bækur um íslenska hrunið byggðar á viðtölum við leigubílstjóra   Ekki hefur það verið talið til lasts

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.2.2010 kl. 05:51

6 identicon

Grikkir eru ekki þeirri stöðu sem Íslendingar eru í að gjaldmiðillinn hafi misst stóran hluta af verðgildi sínum og skuldir og verðlag stökkbreyst vegna þess.

Það má jafnvel segja að þeir séu í líkari stöðu og Álftanes en Ísland. Hið opinbera er á kúpunni vegna óstjórnar.

Það þarf að skera mikið niður hjá hinu opinbera, sem er miður, því læknisþjónusta hefur til dæmis farið mjög batnandi í Grikklandi. En þjóð sem vill helst ekki borga skatta getur svolítið sjálfri sér um kennt.

Á bak við liggur líka sá vandi að Grikkir hafa lítið til að flytja út. Þeir lifa mikið á túrisma, en ólífur verða heldur einhæf útflutningsvara til lengdar. Vínin þykja ekki nógu góð tll útflutnings. Þeir eygðu von í alþjóðlegri fjármálastarfsemi, eins og Íslendingar, en það hefur reynst vera tálsýn, þótt bankaævintýri þeirra hafi ekki endað jafn illa og á Íslandi.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:19

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég þakka athugasemdir og ábendingar. Inngangsmálsgrein var endursögn úr grein Ambrose en hlekkur fylgdi með. Meginpunktur Ambrose og margra annarra er að gjaldmiðissvæði í Evrópu þarf pólitíska hliðstæðu þar sem ákvarðanir eru teknar um stýrivexti gjaldmiðilsins o.s.frv

Evrusvæðið er ekki með pólitískt bakland og er þess vegna í hremmingum sem ekki sér fyrir endann á. Ef evrusvæðið fer leiðina sem hagfræðingurinn Krugman telur líklegasta, að láta vaða á súðum, verða mörg ár þangað til jafnvægi næst á evrusvæðinu.

Stjórnmálaelíta Evrópu getur vel lifað við þær aðstæður, þýskur þingmaður lýsti ESB einmitt sem varanlegri Vínarráðstefnu með tilvísun í eftirmála Napóleonsstyrjaldanna á 19. öld og nýskipun álfunnar. Íslendingum væri óvært í þessum félagsskap enda hornkerling frá fyrsta degi.

Páll Vilhjálmsson, 22.2.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband