Arion mjólkurkú Baugsfeðga

Arion banki á Haga vegna þess að fyrri eigendur, Baugsfeðgar, eiga ekki bót fyrir boruna á sér. Þrátt fyrir að ver rekstrarmenn sem lélegasta feril sem um getur í smásöluverslun lætur Arion Baugsfeðga ráða ferðinni í Högum.

Baugsfeðgar nýta sér aðstöðuna til að beina fjármagni Haga til útgáfu Fréttablaðsins sem er dauður miðill á frjálsum markaði og einungis í súrefniskassa Baugsfeðga kemur fríblaðið út.

Skafti Harðarson hefur á bloggi sínu vakið athygli á þeirri stórundarlegu ráðstöfun Arion banka að skipa mág Ara Edwald, forstjóra útgáfufélags Fréttablaðsins, sem fulltrúa bankans í stjórn Haga.

Vinnubrögð Arion banka eru svo langt handan heilbrigðrar skynsemi að orð ná ekki utanum hegðun yfirmanna bankans. Það er eins og þeir séu í stríði gegn þjóðinni og ætla að hefja útrásarþvættingsbullið til vegs á ný hvað sem tautar og raular.

Baugsfeðgar eru kunnugir þessum leik og þrautþjálfaðir atvinnumenn í að maka krókinn. Arion banki er aftur að nafninu til banki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

kýr

Eygló, 20.2.2010 kl. 23:50

2 identicon

Fyrirtæki Baugs hafa frá upphafi verið þvinguð til að niðurgreiða fjölmiðlarekstur sömu eigenda. Eitt skýrasta dæmi seinni tíma er kostun Vodafone, Iceland Express, Varðar og 10-11 á 3 ára samningi 365 um sýningarrétt á enska boltanum. Eðlilegt verð á slíkri kostun hefði verið á bilinu 40-50mkr en fyrirtækjunum var öllum gert að greiða 150mkr. Nema Vodafone - reikningurinn til þeirra var 300mkr! Sem Landsbankinn situr uppi með í dag.  

Stjórn Haga er því miður þannig samsett í dag að misnotkunin sem þar á sér stað er líkleg til að halda áfram.

Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 10:33

3 identicon

Eitt kostulegasta sem hefur komið fram, að einhverjir viðskiptaglöggir menn tóku saman öll þau fyrirtæki sem þeir Baugsfeðgar hafi eignast í og telja hátt rúmlega 80, þá hafi nákvæmlega 3 þeirra skilað eigendum sínum arði. 

Ef rétt er, þá eru þeir Arion bankamenn augljóslega að einblína á rekstarasnilld feðganna í þessum 3 og sækjast eftir ómetanlegri rekstarreynslunni til að bjarga Högum.  Verst er að sennilega er ekkert fyrirtækjanna 3 tengd Högum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband