Föstudagur, 19. febrúar 2010
Vinátta og aumingjagæska
Sjálfstæðir Evrópumenn, Benni Jóh et. al., Egill Helga og fleiri tefla fram þeim rökum fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að við eigum enga vini. Vináttan sem falast er eftir heitir aumingjagæska. Útlendingar eiga að sjá aumur á okkur.
Nágrannar okkar sáu fyrr og skýrar að íslenska efnahagskerfið var á leið fram af bjargbrúninni. Útrásarbullið varð að fá rökrétta niðurstöðu, sem er efnahagslegar hörmungar. Við eigum eftir að skrifa síðasta kaflann, sem er uppgjörið.
Eftir uppgjörið eigum við vísa vináttu bræðraþjóða okkar í Færeyjum og Noregi og urðum reyndar strax eftir hrun aðnjótandi færeyskrar vinsemdar sem lánuðu okkur skilyrðislaust.
Vináttan sem er í boði í Brussel er einskins virði vegna þess að hún er orðin tóm. Skilningur er forsenda vináttu. Í augum Brussel erum við sniðugir geirfuglar sem fóru sér í voða.
Athugasemdir
"Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel. Það er litið niður á ykkur. Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi: "Jæja Hannan, Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana, ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði, þeir áttu þetta skilið!""
Daniel Hannan, þingmaður brezka Íhaldsflokksins á þingi Evrópusambandsins, í Morgunblaðinu 18. desember 2008.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 16:11
Einmitt.
ESB- Úrtölu- og rökleysuliðið flýr úr hverju áróðurs-fylgsninu á fætur öðru.
Efnahags og félagslegu rökin molgna burt og eru fyrir löngu orðin að engu og eftir stendur aðeins ræfildómurinn einn !
Góð innkoma hér hjá Hirti Guðmundssyni sem fyrr. Þetta lið er ekki og mun aldrei verða raunverulegir vinir okkar. Þetta eru feit og ofhaldinn fláræðiskvikindi ESB- sýndarmennskunnar.
Össur og Jóhanna elska að láta svona kvikindi flaðra upp um sig og flaðra líka eins upp um þau !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 16:19
Þjóðremban lætur ekki að sér hæða. Við lítum t.d niður á Færeyinga, Dani og Breta. Þessvegna þarf ekkert að koma á óvart að þjóðir Evrópu líti almennt niður á okkur ef þau á annað borð láta sig okkur einhverju varða. Svíar hafa t.d löngum fyrirlitð Íslendinga. Að finna sér sillu í samfélagi þjóðanna snýst um hagsmuni og ekkert annað. Ef okkur býðst aðild að NAFTA, þá kæmi það jafnvel til álita eins og ESB.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.2.2010 kl. 16:59
Já Færeyingar sýndu okkur aumingjagæsku. Er það ekki það sem við höfum alla tíð krafist af öðrum ?
Finnur Bárðarson, 19.2.2010 kl. 17:04
Ekki kannast ég við að hafa litið niður á Færeyinga, Dani eða Breta. Ég er hræddur um að Jóhannes verði að tala fyrir sjálfan sig. Hvað Færeyinga varðar reyndust þeir vinir í raun og sögðu raunar að þeir væru með því að endurgjalda Íslendingum hliðstæða greiðasemi eftir þeirra eigin bankahrun í byrjun 10. áratugar síðustu aldar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 17:24
Íslenskir andstæðingar ESB eru nytsamir sakleysingjar í augum breskra íhaldsmanna, sem aldrei hafa litið Íslendinga öðrum augum. Nú mala menn eins og Daniel Hannan upp við ykkur Hjörtur.
Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2010 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.