Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Vinstri stjórnin fylgir frjálshyggjustefnu
Vinstri stjórn Jóhönnu fylgir sígildri frjálshyggjustefnu, laissez faire, sem þýdd hefur verið sem afskiptaleysissstefna. Sjálftökulið útrásarauðmanna rásar um bankana og hirðir tilbaka eigur sínar án skuldanna. Gengi lögfræðinga og endurskoðenda í skilanefndum skammtar sér fimm milljónir plús á mánuði.
Jóhanna forsætisráðherra og Gylfi ráðherra viðskipta segja nýju afskiptaleysisstefnuna mun betri en að hafa í frammi landsstjórnartilburði. Við erum hvort eð er á leiðinni í Evrópusambandið sem mun stjórna öllu heila klabbinu fyrir okkur.
Vinstri grænir? Jú, þeirra hugmynd um stjórnkænsku er að vera á móti Evrópusambandinu en sækja samt um, vilja uppbyggingu atvinnulífsins en drepa fyrirtækin. Það er ástæða fyrir því að Vinstri grænir voru til í tíu ár án þess að koma nálægt ríkisstjórn. Þeim sjálfum kom ekki til hugar að nokkur væri svo vitlaus að láta sér detta í hug að Vg yrði ríkisstjórnarhæfur.
Athugasemdir
Páll.
Þessi ,,vinstri" stjórn , sem er það bara að nafninu til, gerir raunveru ekkert eftir neinni stefnu !
Það er ekkert gert , eins og venjulega eru það bara embættismenn sem fá að ráðskast með allt og alla !
JR (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:31
Þar kom að því að Páll dæmdi Vg óstjórntæka; hingað til hefur hann ólmur viljað Vg í minnihlutastjórn. Hvernig liti hún út í dag? Steingrímur einn á vaktinni, úttaugaðri en stjórinn á Titanic í leit að samráðherrum sem þora út úr húsi. Hvað heita þeir aftur þessir ráðherrar Vg? Þora þeir ekki út úr húsi nema myndavélar RUV fylgi ferð?
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 22:54
Nákvæmlega, Páll, ég var einmitt að hugsa um að blogga um þessa laissez-faire-stefnu Jóhönnu í kvöld, en hafði of mikið að gera. Þau hafa sýnt þessa stefnu áður, ekki sízt í sambandi við bankana. Ég held þau vilji bara sitja í ráðherrastólum með sem minnsta stjórnartilburði fyrir utan skattahækkanir og Evrópubandalags-innlimunaráráttu, eins og það sé einhver patentlausn og flóttaleið frá því að hugsa og stjórna.
Jón Valur Jensson, 18.2.2010 kl. 01:41
Þetta er afar góður pistill.
Þakkir fyrir skrif þín Páll.
Það er því miður ekki oft sem maður rekst á vönduð og vitræn skrif á blogginu.
Greining þín er beint í mark.
Spurningin er á hinn bóginn þessi?
Hvað veldur því að Samfylkingin tekur upp þessa stefnu?
Hvað veldur því að flokkurinn gengur erinda auðmanna og gætir hagsmuna þeirra?
Hvað veldur því að VG tekur þátt í þessum svikum við þjóðina?
Það er stóra spurningin.
Ég á ekki von á því að henni verði svarað í hrunskýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Sennilega munu áratugir líða þar til upplýst verður um fjárhagsleg tengsl stjórnmálamanna og útrásaraðalsins.
Karl (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 08:18
Mikið til í þessu hjá þér Páll. Aðild að Evrópusambandinu er svo draumurinn - þá er nýfrjálshyggjudraumurinn fullkomnaður.
Jón Baldur Lorange, 18.2.2010 kl. 09:12
http://blogg.visir.is/gb/2010/02/17/stjornmalamenn-styra-bankakerfinu/
Kv,
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 09:17
Sæll.
Frábært Páll, alveg rétt hjá þér!!!
Jón (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 11:22
Hvað er nýfrjálshyggja?
Hjörtur J. Guðmundsson, 19.2.2010 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.