Heiður lands og þjóðar og ESB-umsóknin

Viðskiptaráð, útvegsmenn og bændur eru á móti aðildarumsókninni sem Samfylkingin sendi til Brussel. Meirihluti alþingis vill ekki aðild. Þjóðin er á móti aðild samkvæmt endurteknum mælingum. Samt sem áður virðist Samfylkingin ætla að halda til streitu feigðarflaninu.

Álit þjóðarinnar beið hnekki við hrunið almennt og Icesave sérstaklega. Haldi Samfylkingin áfram að berjast fyrir framgangi umsóknarinnar verða Íslendingar á ný úthrópaðir fyrir vingulshátt.

Samfylkingin þarf að draga umsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu ekki snúið þessu á hvolf? Þrátt fyrir allt er hér ríkjandi þingræði. Alþingi hefur ályktað að sækja eigi um aðild að ESB. Stjórnsýslan á engra annarra kosta völ. Hún hefur ekki leyfi til að hundsa þingsályktunina. Hvernig þú færð út að meirihluti Alþingis hafi ekki samþykkt aðildarumsókn er mér hulin ráðgáta.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 21:18

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þingmenn Vg sem samþykktu ályktunina 16. júlí gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðust á móti aðild. Ályktun flokksráðs Vg í janúar herti á andstöðunni við aðild. Ergó: Það er ekki meirihluti á alþingi fyrir aðild að ESB.

Páll Vilhjálmsson, 15.2.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ómar, umsóknin var réttlætt ítrekað af Samfylkingunni með meintum stuðningi í þjóðfélaginu, einkum almennings. Forsendur hennar eru því einfaldlega brostnar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 22:53

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Rétt að bæta því við að forsendurnar voru í raun aldrei til staðar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.2.2010 kl. 22:53

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einn harðasti ESBsinninn kvartaði nýlega yfir því hér á blogginu að vera sífellt dreginn á asnaeyrunum. Í dýrafræðinni sem ég lærði ungur í skóla dreg ég þá ályktun að milli þessara asnaeyrna sé Samfylkingarasnaheili. Á ekki von að það líffæri taki upp á því að draga eitt eða neitt til baka.  

Sigurður Þorsteinsson, 15.2.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband