Mánudagur, 15. febrúar 2010
Íslensk viðrini og útlend
Röksemd fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið er að íslenskir ráðamenn séu svo illa gerðir að þeim sé ekki treystandi fyrir landsstjórninni. Illskárra sé að hafa útlenda ráðamenn. Margt er til í þessum rökum. Svo dæmi sé tekið þykist utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, jafnaðarmaður en hugsjónin ristir ekki dýpra en honum þykir sjálfsagt að hirða 30 milljónir króna í hagnað af braski með gjaldþrota Spron-bréf.
Flokkssystir Össurar heitir Jóhanna og er Sigurðardóttir. Hún er titluð forsætisráðherra og á sem slík að tala máli Íslendinga í útlöndum. Jóhanna er frekja heima en kann ekki útlend mál og verður okkur til hneisu í hvert skipti sem hún hverfur af landi brott.
Rökin eru sterk fyrir því að við ættum að losa okkur við íslensku eymingjana sem nú um stundir hafa mannaforráð á Fróni. Aftur er að því að gæta að héti Össur Heinrich og Jóhanna Angela væri snúnara fyrir Íslendinga að losna við skötuhjúin en ef þau aðeins hétu íslenskum skírnarnöfnum.
Athugasemdir
Þetta er bestu rökin Páll.
Þau duga mér.
Viið þurfum erlent skjól fyrir óhæfum íslenskum stjórnmálamönnum og rotnu og stöðnuðu flokkakerfi.
Ég sé ekki aðra lausn.
Það hefur sýnt að stjórnmálastéttin í þessu landi er algjörlega óhagganleg.
Og svo óforskömmuð að hvergi þekkist nokkuð því líkt.
karl (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.