Mánudagur, 8. febrúar 2010
Arion þjónar auðmönnum með blessun stjórnarinnar
Ólafur Ólafsson sannfærði Arion banka að nauðsynlegt væri að hann ætti stóran hlut í Samskip. Arion samþykkti jafnvel þótt Ólafur hefur stöðu grunaðs manns í fjársvikamáli og subbulegan fjármálaferil. Baugsfeðgar fengu Arion banka til að fallast á að þeir ættu heimtingu að halda áfram með Haga, sem skulda 40 - 50 milljarða króna og þarf á stórum afskriftum að halda. Sonurinn Jón Ásgeir var dæmdur í Baugsmálinu fyrir fjármálabrot.
Arion banki er með sama mannskap og var í bankanum þegar hann hét Kaupþing. Þær óverulegu breytingar sem hafa orðið á yfirstjórn breyttu engu um að Arion hlustar á þá í dag sem Kaupþing hlýddi á útrásarárunum.
Aðgengi auðmanna að bönkum sem ýmist eru í ríkiseigu eða stjórnað af ríkisvaldinu vekur furðu. Frá ríkisstjórninni skortir skýr og ákveðin pólitísk skilaboð um hvernig efnahagslíf nýja Íslands á að líta út.
Ríkisstjórnin er ekki trúverðug þegar hún hampar einum auðmanni, Björgólfi Thor, og ætlar að setja lög fyrir gagnaver í hans eigu. Trúverðugleiki krefst samræmis.
Athugasemdir
Ólafur Arnarsson Baugshatari No.1 tekur sérstaklega á þessu máli í dag í pistli No.74 þar sem hann pönkast á fyrri vinnuveitendum sem hann er sloppinn undan oki. Hann nefnir síðuhaldara sérstaklega vegna þarfs framlags hans til að kasta ljósi á svínarí Baugsgrísa.
Eins og Megas söng um árið: „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað!“
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/ritstjorinn-ser-rautt
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 17:47
Fjölmiðlaarmur samsteypunnar er Samfylkingunni nauðsynlegur.
Þess vegna er Baugsveldið varið.
Mennirnir sem keyptu flokkinn og marga þingmanna hans stjórna ennþá Samfylkingunni.
Karl (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 19:47
Sæll Páll.
Forvitnilegt væri að vita hverjir eru í stjórn Arion banka, tilnefndir af hverjum, fulltrúar hverra flokka og síðast en ekki síst samþykktu þeir ákvarðanirnar um Samskips og Hagaútfærsluna?
Voru þessar tillögur bornar undir og samþykktar af Gylfa viðskiptaráðherra, SJS fjármálaráðherra og Össur utanríkisráðherra að ég tali nú ekki um forsætisráðherra?
Allir þessir ráðherrar hafa mikið gumað af gangsæi í stjórnarháttum að ekki sé minnst á uppstokkun í viðskiptalífinu, og útilokun fyrrverandi útrásarvikinga og gjaldþrotameistara íslensku þjóðarinnar úr íslensku viðskiptalífi. Kannski er það bara gleymt??
Þessir ráðherrar og flokkar þeirra skulda okkur almenningi skýringar.
Hafi ráðherrarnir ekki komið nálægt þessum ákvörðunum né vitað af þeim, þá hafa þeir umboðið og valdið til að afturkalla þær. Þeir eru jú einu sinni svokallaðir fulltrúar þjóðarinnar, sem bera pólitíska ábyrgð á framferði bankanna. En kannski er bara ekkert að marka þeirra fyrri yfirlýsingar um útrásarvíkingana og framferði þeirra frekar en annað?
Það er skrýtið að fréttamenn RÚV og blaðamenn annarra miðla en 365, sem enginn gerir nú ráð fyrir að fái að spyrja um þetta vegna eiganda 365, skuli ekki heimta svör ráðherranna við þessu? Hvað ætli blessaður sakleysinginn hann Ögmundur segi um þetta?
Kveðja
GRI
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.