Össur án umboðs Vinstri grænna

Vinstrimenn sjá fram á heldur rýra uppskeru í sveitarstjórnarkosningum í vor. Sterk niðurstaða stjórnarandstöðunnar í vor myndi enn frekar grafa undan trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Eins og vandræðin þar séu ekki nóg fyrir.

Jóhanna forsætisráðherra má ekki vera að þessu og fer í frí með Icesave-samningana í uppnámi. Steingrímur J. yfir-forætisráðherra er stendur í vegi fyrir nýjum Icesave-samningum enda margbúinn að lýsa því yfir að engin leið sé að fá betri samninga en hann og Svavar Gestsson gerðu í sumar.

Überplottari Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur undanfarnar vikur þreifað á framsóknarmönnum. Bylgjufréttir um helgina og Morgunblaðið í dag staðfesta orðróminn um að forysta Samfylkingar, þ.e. sá hluti hennar sem er á landinu, vilji Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn.

Össur hefur ekkert umboð frá Vinstri grænum til að bjóða Framsóknarflokknum aðild að ríkisstjórninni.

Þegar forystumaður ríkisstjórnarflokks er farinn að leita hófanna hjá stjórnarandstöðuflokki um myndun nýrrar ríkisstjórnar er það spurning um daga hvenær stjórnin springur. Ætli Jóhanna komist heim í tæka tíð?


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Blaðamaðurinn Páll?  Hefði ekki verið fínt að það hefði verið eitthvað til að styðjast við í þessar svokölluðu frétt?

http://www.visir.is/article/20100207/FRETTIR01/820060087

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 13:23

2 identicon

Hvað áttu við Ágúst. Þó að Sigmundur þverneiti fyrir að hann sé að fara í ríkisstjórn þýðir það ekki að Samfylkingin hafi og sé jafnvel ennþá að reyna að ná því í gegn. Spurning og svar er ekki það sama.

Annars er ég sammála Páli. Þetta fer að verða dagaspursmál.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 14:59

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Sigmundur þverneitar því ekki bara, hann veit ekki hvaðan slíkar sögusagnir hafa komið, heimildir eru engar og þetta er bara blaður, jafnvel þó rétt reynist.

Persónulega er ég að vona að það verði úr þessu þjóðstjórn með þáttöku allra flokka svo við getum öll hætt að rífast um þetta bull og fermt börnin okkar í friði með vorinu.

Einhver Ágúst, 8.2.2010 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband