Mánudagur, 8. febrúar 2010
Launalækkun með valdboði ESB
Meginstef í Evrópusambandinu er evrópsk samvitund sem, samkvæmt kenningunni, kemur hægt en sígandi í stað gamaldags þjóðernisvitundar. Evrópusambandið er býsna lagið að hampa evrópskri samvitund og notar ógrynni fjármuna til að auglýsa hverju samvitundin fær áorkað.
Sundlaug í krummaskuði í Skotlandi skrýðir málmskjöldur í anddyri sem segir að evrópskir peningar komu hér svið sögu. Árlega rennur ógrynni fjár til Spánar í byggðastyrki; evrópsk samvitund í verki.
Evrópusambandið státar af árangri og getur með sanni sagt að undanfarnir áratugir hafi verið samfelld sigurganga. Sambandið sér leik á borði þegar kreppir að og gerir sér mat úr vandræðum þjóðríkja. Þegar t.d. þýsku ríkin tvö vildu sameinast fyrir 20 árum gerði ESB þá kröfu að Þjóðverjar fórnuðu myntinni sinni, markinu, og samþykktu að evra yrði gjaldmiðill álfunnar. Þjóðverjar samþykktu.
Fyrir tíu árum var evran gerð út og kjarnaríkin gerðu hana að sinni. Jaðarríki sömuleiðis, t.d. Grikkland sem núna er i verulegum vandræðum og þarf virkilega á aðstoð að halda.
Evrópska samvitundin sem Grikkjum býðst núna felst í almennri launalækkun grískumælandi íbúa Evrópusambandsins.
Forvitnilegt verður að sjá hvernig samvitundinni reiðir af þegar Brusselhagsstjórnin tekur yfir efnahagskerfi einstakra landa sem hafa gengið full hratt um gleðinnar dyr undanfarin ár.
Hér er Gunnar Rögnvaldsson með pælingu.
Athugasemdir
Það væri kannski ráð að senda þessa frétt á kóngana í ASÍ
Gunnar Heiðarsson, 8.2.2010 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.