Föstudagur, 5. febrúar 2010
Auðmannadekur Samfylkingar
Samfylkingin kom sér upp auðmönnum á útrásartímanum í þeim tvöfalda tilgangi að fá fjármagn og tilvistarrétt. Í Samfylkingunni er ekki til pólitísk sannfæring, aðeins taktík til að ná völdum. Á tímum útrásar var taktísk nauðsyn að eiga auðmenn að bandamönnum.
Í Borgarnesræðu sinni tilgreindi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjóra auðmenn sem sérstaka vildarvini Samfylkingarinnar. Þeir Jón Ólafsson sem kenndur er við Skífuna, Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóra og Kaupþingsstjórana Sigurð Einarsson og Hreiðar Má Sigurðsson.
Í gær var upplýst að annar formaður Samfylkingarinnar stimplaði sig í auðmannagengið, en Össur Skarphéðinsson núverandi utanríkisráðherra seldi stofnbréf í Spron og græddi nokkra milljónatugi.
Samfylkingin er fjármögnuð af auðmönnum og sérstaklega hefur Jón Ásgeir verið duglegur að setja peninga í flokkinn. Hann á líka sérstakan aðgang að forystu Samfylkingarinnar. Þegar bankinn hans Jóns Ásgeirs, Glitnir, var tekinn yfir af Seðlabankanum kallaði Jón Ásgeir viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, inn á teppið og las honum pistilinn.
Eftir hrunið flaug Jón Ásgeir inn með viðskiptafélag sinn og fékk áheyrn hjá Björgvini G. með þá hugmynd að kaupa Baug og Baugseigur í útlöndum á fimm prósent af nafnvirði. Eigurnar voru þá komnar til skilanefndanna og Björgvin G. gat ekki liðsinnt Jóni Ásgeiri þótt hann væri vitanlega allur af vilja gerður.
Athugasemdir
Er þetta ekki rangt hjá þér Páll? Það voru auðmenn sem komu sér upp Samfylkingu en ekki öfugt!!!
Allt þykist þetta íslenska pólitíkusa lið vera tengsla laust en er svo þiggjand styrki og annað frá þessum stóru hægri vinstri. Sýkt ofan í rót.
Gísli Foster Hjartarson, 5.2.2010 kl. 11:52
Góð skýring Gísli
Hreinn Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 15:57
Gísli á kollgátuna. Og eru þeir ekki búnir að fjárfesta í VG líka?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.