Aumingjarökin fyrir ESB-aðild

Sértrúarsöfnuðurinn sem berst fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu er verseraður í pólitík og kann listina að ljúga upp á framtíðina. Samfylkingin laug til dæmis því upp á framtíðina að gengi krónunnar myndi styrkjast þegar Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu. Sótt var um aðild 16. júlí á síðasta ári. Í Kastljósviðtali í fyrrakvöld hökti og skrölti hjá forsætisráðherra þegar gengið og umsóknin báru á góma.

Ástæðan fyrir því að sértrúarsöfnuðurinn þarf að ljúga til um ábatann af inngöngu í Evrópusambandið er að þegar krónum og aurum sleppir eru aðeins eftir aumingjarökin.

Sértrúarsöfnuðir laða iðulega til sín fólk sem stendur halloka og kennir öðrum um ófarir sínar. Uppgjöfin leiðir til ranghugmynda sem fá næringu úr ímynduðum heimi framtíðarlandsins. Trúarhitinn kemur í stað sjálfsbjargarviðleitni; stóra altæka hugmyndin á að bjarga öllum málum um alla framtíð.

Í dag, 4. febrúar 2010, opinberar einn af þekktari aðildarsinnum kjarnann í aumingjarökunum. Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar eftirfarandi í Fréttablaðið

En það er þó einmitt einn höfuðtilgangurinn með ESB-aðild að deila fullveldinu með öðrum til að skerða völd þeirra, sem hafa farið illa með vald á liðinni tíð.

Umorðun aumingjarakanna: Langt-í-burtu útlendingar eru mun heppilegri til að fara með íslensk málefni en Íslendingar sjálfir.

Kærar þakkir, Þorvaldur Gylfason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist að nú stefni í það að við "hinir svonefndu fullveldissinnar" förum að gera kröfu til þess að fá að tala íslensku á sunnudögum.

Árni Gunnarsson, 4.2.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband