Einkamál Samfylkingarinnar

Samfylkingin er einangruð í íslenskum stjórnmálum. Þegar formaður flokksins fer í heimsókn til Brussel er rökrétt að það sé einkaheimsókn.

Einn flokka vill Samfylkingin aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þráfaldlega hefur verið sýnt fram á að afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu.

Samfylkingin er ekki læs á vilja þjóðarinnar og hefur aldrei verið. Aðeins við sérstakar þjóðfélagsaðstæður, þegar þjóðin var í taugaáfalli eftir hrunið, tókst Samfylkingunni um stund að sannfæra 29 prósent þjóðarinnar að greiða sér atkvæði.

Einkamál Samfylkingarinnar eru best geymd bakvið luktar dyr.


mbl.is Jóhanna í einkaheimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Hún þarf að fá að vita hvernig höll hún fái fyrir sig og sína þegar hún lemur landslið til hlýðni við inngöngu í Evrópusambandið

Jón Sveinsson, 4.2.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þegar haldið var utan til að reyna að rétta okkar hlut í IceSave sat Samfylkingin heima.

Þegar haldið er utan til að blíðka Barroso fer Jóhanna eins.

Það er orðið hálf pínlegt hvernig það opinberast aftur og aftur að Samfylkingin á ekkert erindi í þjóðmálin.

Haraldur Hansson, 4.2.2010 kl. 12:37

3 identicon

Sem betur fer fyrir fólk sem aðhyllist frelsi í staðin fyrir einangrun þá fer fólki sem deilir skoðunum ykkar fækkandi!

þið getið ekki á nokkurn hátt rökstutt skoðanir ykkar með neinu nema meiningslegum hræðsluáróðri, sem var gjaldgengur í 19. aldar Evrópu.

En það get ég fullyrt við ykkur að þið deilið honum ekki með íbúum frjálsar Evrópu sem velur frelsi fram yfir einangrun.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:01

4 identicon

Jæja Ragnar. Eigum við ekki allavega að viðurkenna að báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls? Það eru kostir við að ganga í ESB en einnig ókostir. Flestum þykja ókostirnir vega meira. Það er bara þannig.

 Og ekki halda því fram að við "hin heimsku" séum ekki búin að kynna okkur málin eða eitthvað slíkt.  Það er barnalegt.

 Það sem Páll bendir á í færslunni er bara hárrétt. Þetta er staðan í þjóðmálunum. Samfylkingin er ein á báti. Alveg sama hvað félagar hennar í ESB löndunum finnst.

Björn Ívar (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 19:44

5 identicon

"Þráfaldlega hefur verið sýnt fram á að afgerandi meirihluti þjóðarinnar er á móti inngöngu." Hvar sástu það nákvæmlega?? ekki bara henda svona staðhæfingum fram án þess að sýna neitt til að styðja það.

Seinasta könnun sem ég sá þá voru annsi margir með ESB og aðeins fleiri á móti ESB, en MJÖG margir voru óákveðnir, sem betur fer þar sem umræðan hjá póítikusum hefur ekki beint verið málefnaleg, heldur meira hver HELDUR að þetta eða hitt gerist!

Persónulega styð ég ekki samfylkinguna, en vil ESB, ég er ekki einn á báti, ESB er ekki bara (þó að mörgu leiti) tengt samflykingunni. 

Björn Ívar, þetta er bara hárétt hjá þér, það eru mörg góð rök á móti ESB og mörg góð með ESB, vantar alveg hlutlausa umræðu um þetta, flest allar umræður sem maður sér eru litaðar af öðrum hvorum málstaðnum! Virkileg skemmir fyrir, þar sem flokkarnir virðast bara henda fram órökstuddum staðhæfingum út í loftið, við missum þetta eða græðum hitt, eitthvað sem er í raun ekkert vitað, og fólk því miður virðist bara trúa það sem flokkurinn "þeirra" segir.

Tryggvi (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband