Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Steingrímur J. að brotna
Höggið sem Steingrímur J. fékk frá Jóhönnu Sigurðardóttir í Kastljósi gærdagsins varð til þess að hann kveinkaði sér á þingi í dag. Jóhanna sagði að Svavar Gestsson, aðalsamningamaður í Icesave-deilunni, hefði betur haft með sér vanan mann er kynni að gera alþjóðasamninga.
Svavar Gestsson er pólitískur fóstri Steingríms J. og sérvalinn í það verkefni að semja við Breta og Hollendinga um Icesave. Móðgunarorð Jóhönnu eru í besta samfylkingarstíl. Þegar stjórnarskútan er komin upp á sker býr samfylkingarfólk svo um hnútana að öllum öðrum en þeim sjálfum verði kennt um.
Stjórnarandstaðan rann á blóðbragðið og tuskaði til fjármálaráðherra. Steingrímur J. sakaði þingmenn um mannorðsveiðar en gleymdi að taka fram að forsætisráðherra gaf út veiðileyfið.
Sakaði þingmenn um mannaveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef fenginn hefði verið reynslumikill erlendur samningamaður til þess að semja fyrir hönd Íslands við brezk og hollenzk stjórnvöld um Icesave-málið hefði hann ekki komið í stað Svavars Gestssonar heldur starfað við hlið hans. Eða svo segja forystumenn ríkisstjórnarinnar. Gott og vel. En hvaða þörf hefði þá verið fyrir Svavar?? Átti hann þá bara að hirða launin sín? Sem er reyndar nákvæmlega það sem hann gerði...
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.2.2010 kl. 20:42
Hvernig var það með Steingrím, hefur hann ekki alla tíð ráðist á einstaklinga í anda nornaveiða þegar hann er í sókn? Eða snérist það líka með öðru? Varðandi samninganefndina, þá kom það fram í einhverjum fjölmiðli að enginn nefndarmanna hefði nokkra reynslu af alþjóðlegri samningsgerð, frekar en samningsgerð yfirleitt. Hefur einhver fjölmiðillinn kynnt sér þá hlið mála? Sem og að samninganefndin hafi aðeins hitt samninganefndir Breta og Hollendinga einu sinni, áður en stúdentinn einkavinavæddi tók málið í sínar traustu hendur og leysti það á mettíma.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 22:01
Sagði Jóhanna það ? Varst þú ekki einu sinni blaðamaður Páll ? Hvernig væri þá að hafa rétt eftir ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 4.2.2010 kl. 03:02
já nú á að kenna Svavari um allt saman, það er stíll þessarar ríkisstjórnar að kenna einum manni um allar ófarir.
Munið bara Þórólf Árnason, Samfylkingarfólk var ekki lengi að losa sig við hann þegar það hentaði.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 07:25
En hvers vegna fóruð þið Flokksmenn ekki þá leið að fá erlendan samningamann þegar málið var í ykkar höndum? Ég varð aldrei var við þessa umræðu um erlendan samningamann þegar Baldur Flokksmaður var að semja.
Oddur Ólafsson, 4.2.2010 kl. 17:13
Baldur var ekkert að semja neitt, hann fyrir hönd Fjármálaráðuneytis og framkvæmdastjóri innistæðutryggingasjóðsins skrifuðu undir Memorandum of understanding. Það er ekki samningur heldur samkomulag.
Þannig að broskallinn er premature í þessu efni. Ekki var heldur fallist á neina ríkisábyrgð af þessum 2 persónum enda þarf fyrir slíkri ákvörðun þingmeirihluta.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.