Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Skjaldborg um Jóhönnu
Ef marka má viðbrögð samfylkingarfólks og stjórnarsinna stóð Jóhanna Sigurðardóttir höllum fæti í Kastljósviðtali kvöldsins. Reiðin vegna bágrar frammistöðu forsætisráðherra beinist að Þóru Arnórsdóttur sem tók viðtalið.
María Kristjánsdóttir óttaðist að Þóra mynd berja Jóhönnu. Unnur G. Kristjánsdóttir segir Þóru hafa verið dónalega og Kjartan Jónsson tekur undir það.
Skjaldborgin sem þjökuð Jóhanna fær er þéttari en skjólið sem heimilin í landinu fá hjá ríkisstjórninni.
Athugasemdir
Þóra Arnórsdóttir stóð sig einsog hetja,svona á að sauma að ráðamönnum líkt og Þóra gerði.Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra og flugfreyja,ætti bara að skammast sín,hún sýndi hroka í þessu viðtali,og ég sem kaus þessa ríkisstjórn.Jóhanna slapp alltof vel frá þessu viðtali og mátti þetta viðtal vera miklu lengra.Það eina sem Samfylkingin er að berjast fyrir virðist vera einungis að komast undir pilsfald Mafíuveldisins í Brussel=ESB,klíkuna.
Númi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:42
Það á ekkert að slá hetju ljóma á fólk sem er að vinna vinnuna sína. Það sem ég sá af þessum þætti fannst mér gott hjá Þóru hún spurði um megin efni en var ekkert að hanga í smáatriðum.
Hún gaf Jóhönnu samt ekki fullt frelsi til að skjóta sér undan að svara, en sýndi þó hæfilega slökkun, sem að mínu viti á að gera í svona þáttum. Annað er dónaskapur, sem hjá sumum verður nánast að einellti.
Það er hinsvegar áhyggju efni að hún Jóhanna skulu vera að fara sem fulltrúi okkar, það verður sneipa, en við getum treist því að fókið þarna suður frá kann mannasiði og fer vel með hana.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.2.2010 kl. 00:41
Þóra gerði þetta eins og fagmanneskja. Hef ekki séð hana gera betur. Stjórnmálamenn eru þjálfaðir af almannatenglum til að reyna að ná stjórn beinna viðtala eins og þessa. Ólafur Ragnar Grímsson er besta dæmið um aðila sem ávallt virðist ná stjórninni af stjórnandanum. Jón Baldvin Hannibalsson er annar, sem alltaf fer út og suður í bullinu, en um leið hleypir stjórnandanum ekki að. Sú hvíthærða hefur ekkert í það sem þarf. Hún kemur alltaf illa út úr beinum útsendingum. Innistæðan er afar rýr og vælir. Gerði á sig með að viðurkenna mistökin með dýrustu einkavinavæðingu veraldarsögunnar. Svavar Gestsson. Samt var hún ekki manneskja nóg til að klára málið, og skildi það eftir opið svo Steingrímur geti sagt að hún meinti það ekki eins og hún sagði það. Indriði Þ. er farinn að rífa sig. Alltaf sama gamla bullið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 02:17
Menn missa sig í að taka afstöðu með og móti ráðherranum.
Málið snýst einfaldlega ekki um það. Heldur hvernig "kastljósið" kom fram við ráðherra. Efast um að viðkomandi starfsmaður Kastljóssins hafi sýnt Geir Haarde þvílíkan dónaskap og hvað þá Davíð Oddssyni.
"Fréttakonan" þarf að fara á námskeið í mannasiðum og fréttamennsku. Læra að hlusta eftir svörum og sýna fram á að hún kunni skil á hlutleysishugtakinu.
Þessi sami "fréttamaður" spurði fólkið á götunni um afstöðu til ríkisstjórnarinnar og þegar komu fjórir í röðu sem voru ánægðir lét hún út úr sér þá athugasemd að það væri meira langlundargeðið í fólki!!!
Lágmark á fréttastofu sem vill láta taka mark á sér að fólk sé starfi sínu vaxið og haldi skoðunum sínum fyrir sig rétt á meðan það er í vinnu hjá miðli sem á að vera hlutlaus.
Tek enn og aftur fram að þessi athugasemd hefur ekkert með innihlad urmærðunnar að gera heldur einungis framferði viðkomandi kastklóss (sem í þessu tilfelli var Þóra Arnórsdóttir)
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 02:22
Er ekki allt í lagi með hausinn á þér, Jón Óskarsson? Fyrir þig skiptir innihald umræðunnar engu máli! Aðalatriðið er að Jóhanna fái að bulla í friði fyrir fréttamönnum. Þetta „PR“ útspil þitt er afar dapurt.
Helgi (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 08:05
nu skil eg af hverju hofuðið var sett a jon Oskarsson það var til að halda eyrunum aðskildum eg held að skallapopparin se að brenna yfir mer sindist það er eg var að horfa a þingið
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:02
Einhver þarf stopp milli eyrnarnna.
Menn verða að geta greint á milli hvað sagt er og hvernig það er sagt.
Var fagmennsku fyrir að fara hjá fréttamanni eða ekki?
Mitt svar er einfalt: Nei. Mér finnst Þór einfaldlega ekki kunna til verka. Fréttamaður þarf og á að vera hlutlaus en það er þessi stúlka aldrei.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.