Mánudagur, 1. febrúar 2010
Þýskir úr evrusamstarfi?
Grikkir þurfa á stórfelldri efnahagsaðstoð að halda. Tvær leiðir koma einkum til greina. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gæti tekið landið í sína umsjá, líkt og Ísland, Lettland og Ungverjaland eða að Evrópusambandið hósti þeim fjármunum upp sem til þarf.
Grikkland er evruland, ólíkt Lettlandi og Ungverjalandi, og af þeirri ástæðu vill ESB síður hleypa Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að efnahagskerfi landsins. Þar með væri evru-samstarfið komið að nokkru leyti í umsjá sjóðsins.
Á hinn bóginn er eins víst að ef ESB borgar Grikkjum koma Portúgal, Spánn og jafnvel Ítalía í kjölfarið og vilja fá sambærilega þjónustu. Jafnvel djúpir vasar Þjóðverja standa ekki undir þeim útgjöldum.
Evans-Pritchard blaðamaður Telegraph kemur með nýstárlega kenningu í þessu samhengi: Að Þjóðverjar leyfi óreiðuríkjum álfunnar að eiga evruna og komi sér upp þýsku marki.
Hugmynd Evans-Pritchard er langsótt en sýnir þunga undiröldu í Evrópusambandinu vegna óreiðuríkjanna í suðurhluta álfunnar.
Athugasemdir
Góðan dag
Þetta er óskhyggja, EU stendur á sterkum stoðum ennþá, þessar kenningar koma eingöngu frá fólki sem er á móti EU.
Kveðja
Julius
Julius Gardarsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 11:05
Góðan daginn
Svo þú heldur því að Island að byrja að nota evru? .. Og hvers vegna ættu D-merkið yfir þegar svo önnur norræn ríki hafa mjög sterkar gjaldmiðil. (Fyrir utan Euro og Dollar, að sjálfsögðu) - þú getur einnig hjálpað til Íslands í kreppu eftir allt, er það ekki? .. Það er ekkert að segja að maður ætti að taka upp evru eða Deutschmark. Tal mitt er líklega svolítið hylja, en reyndu ef þú getur skilið smá. - Takk.
Tór (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.