Þökkum fyrir Lehman-gjaldþrotið

Misjafnt orð fer af útlenskum bankamönnum. Á Íslandi vitum við að þorri þeirra sem áttu og stýrðu íslensku bönkunum er illa gert fólk. Hjá þessu fólki fór saman hroki, græðgi og heimska. Þótt aðeins einn eða tveir dómar hafa fallið er nær öruggt að glæpaeðli er þáttur í geðslagi íslensku bankamannanna.

RÚV segir að nánast fyrir misskilning hafi Lehman orðið gjaldþrota í september 2008 en það leiddi til hrunsins hér heima þegar alþjóðlegir bankar lokuðu á íslensku áhættufíklana.

Ef rétt er ber að þakka forsjóninni fyrir misskilninginn. Ef bankaviðrinin á Fróni hefðu ekki verið sett í þrot haustið 2008 mynd skaðinn hafa orðið stærri síðar meir.


mbl.is Ráðstefnunni í Davos að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband