Föstudagur, 29. janúar 2010
Grikkjum bjargað frá gjaldþroti
Grikkjum verður bjargað frá gjaldþroti. Þjóðverjar í gegnum Evrópusambandið munu taka á sig reikninginn og spurningin er hvað þeir vilja fá í staðinn.
Síðustu daga hefur það orðið æ augljósara að Grikkland er fyrsta evrulandið sem stendur frammi fyrir raunverulegri hættu á gjaldþroti. Evruvæðing Grikklands vakti falskar vonir um betri tíð með blóm í haga. Þegar kaldur veruleikinn heimsótti Grikki rann upp fyrir þeim að evruvæðingin kom í veg fyrir að þeir færu sígilda leið þjóða í falskri velmegun og lækkuðu gengið til að bæta samkeppnisstöðu sína.
Stíffrosið hagkerfi evrulanda er komið að endimörkum. Eftir Grikkland kemur Portúgal og síðan Spánn. Jafnvel djúpir þýskir vasar geta ekki hóstað upp nægum fjármunum.
Þegar Þjóðverjar rétta Grikkjum hjálp verður það með skilyrðum sem hvorttveggja breyta Evrópusambandinu og stöðu Þjóðverja gagnvart bónbjargarliðinu í suðurhluta álfunnar.
Hér skrifar Brósi um gríska harmleikinn og svo
kemur Hugi með þessa samantekt sem tekur af öll tvímæli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.