Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Öskjuhlíðin, Pálmi og Baugur
Pálmi Haraldsson starfaði hjá Grænmetisfélaginu. Eftir að hann eignaðist félagið, eflaust löglega, átti hann fundi í Öskjuhlíðinni með öðrum heildsölum grænmetis til að ákveða verð til neytenda. Öskjuhliðarsamsærið komst upp og menn voru dæmdir, bæði fyrir dómi og af almenningi.
Öskjuhlíðarreynsla Pálma leidd til áhuga hans á að eignast fjölmiðla, til að stjórna umræðunni. Samstarf hans og Jóns Ásgeirs Baugsstjóra var m.a. um fjölmiðladeildina Fréttablaðið/Stöð 2.
Í hádegisfréttum RÚV í dag sakaði Pálmi bústjóra Fons, sem Pálmi átti fyrir gjaldþrot, að gera ýtrustu kröfur fyrir hönd búsins vegna þess að bústjórinn hefur hag af því að málið dragist á langinn. Pálma svíður að sjá einhvern maka krókinn. Sjálfur er Pálmi strangheiðarlegur og má ekki vamm sitt vita.
Pálmi: Öll skilyrði fyrir arðgreiðslu fyrir hendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er akkúrat þessi "heiðarleiki" sem heillaði mest alla þjóðina upp úr skónum á meðan allt lék í lyndi. Þótt fáir vilji viðurkenna það nú.
Björn Birgisson, 28.1.2010 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.