Þriðjudagur, 26. janúar 2010
Viðskiptalegt siðferðisvottorð
Á sama tíma og sérstakur saksóknari rannsakar brot útrásarauðmanna eru eigurnar sem urðu til með vafasömum hætti á útsölu. Útrásarmenn og meðhlauparar þeirra ásælast þessar eigur og munu meðal annars beita fyrir sér þeim rökum að ekki megi mismuna áhugasömum kaupendum.
En það á einmitt að mismuna. Það á ekki að líðast að útrásaraðallinn stundi áfram viðskipti. Það á að spyrja um viðskiptalegt siðferðisvottorð þessara manna.
Það mun taka lengri tíma að uppfæra sakavottorð útrásarmannaanna til samræmis við glæpina sem þeir frömdu. Viðskiptalegt siðferðisvottorð liggur meira og minna fyrir því það er ferlisskráin síðasta áratug.
Húsleit á 12 stöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.