Kúltúrkampf Samfylkingar

Samfylkingarvæðing samfélagsins fór af sporinu er óinnvígður var settur í stól stjórnar bankaráðs Íslandsbanka, skrifar Andrés Jónsson almannatengill og samfylkingarmaður. Á Andrési er að skilja að ríkisstjórnin eigi að skipa yfirlýsta flokksmenn í embætti en ekki aðra.

Samfylkingin sjanghæaði stjórnkerfinu inn í Evrópuferli sem meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn og þingmenn Vg þvingaðir til að samþykkja í sumar. Óþurftarverkið elur á tortryggni milli manna og flokka og ætti að vera Samfylkingu víti til varnaðar.

Þegar jafnvel dagfarsprúðir menn og hófstilltir eins og Andrés leggja fram óbilgjarnar kröfur undirstrikar það valdatæknilegt eðli Samfylkingarinnar. Verkefni flokksins er að raða á garðana. Alþýðuflokkurinn gamli sem Vilmundur Gylfason þekkti er endurfæddur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að leiðrétta þig minn kæri Páll. Það sem ég skrifaði var:

Ríkisstjórnin ætti að gera þá almennu kröfu að nýir stjórnarformenn bankanna séu óháðir þeim öflum sem véluðu um þá áður.

Við skulum vona að það sé hægt að beita pólitísku afli vel. Ég er að kalla eftir því að því sé beitt. Það séu gefin skýr skilaboð um breyttar leikreglur og aukið aðhald ríkisvaldsins.

Annars erum við illa stödd. Þannig skildi ég Vilmund. Hann var maður sem þorði og vildi gera róttækar breytingar á þjóðfélagsskipuninni.

Hann var ekki laissez-faire stjórnmálamaður.

Jóhanna er líka öflugur og róttækur stjórnmálamaður. En hún er lítið fyrir að takast á við óvinsæl mál.

Það er þetta sem er að takast á í henni sýnist mér. Því þá sjaldan hún talar þá er stefnan skýr.

Þjóðfélaginu verður breytt. Ef ekki af jafnaðarmönnum, þá af einhverjum öðrum.

Og fulltrúar helmingaskiptaflokkana í viðskiptalífinu og embættismannakerfinu virðast hafa fullan hug á því hlutverki. Engin þörf á að láta það bíða kosninga virðast þeir hugsa.

Ég er ekki einn um að hafa áhyggjur af þessu. Það eru fleiri í stuðningshópi ríkisstjórnarinnar og sem standa nær henni en ég, sem vitna um þessi lausatök.

Andrés (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 20:03

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Andrés mér sýnist vera komnir tveir nýjir helmingaskiptaflokkar og að þú styðjir það svo lengi sem það séu réttir flokkar.

Hreinn Sigurðsson, 26.1.2010 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband