Pólitísk þreyta og prófkjör

Þegar færri en fjórir af tíu félagsmönnum stjórnmálaflokks sjá ástæðu til að mæta á kjörstað til að velja fólk á framboðslista er ástæða til að staldra við og spyrja hvað valdi. Í samfélaginu er pólitísk þreyta sem bitnar á pólitísku starfi. Stjórnmálakerfið sýndi sig vanmáttugt í aðdraganda hrunsins og hefur ekki tekist að bjóða trúverðugar lausnir á álitamálum eftir hrun.

Prófkjör eru í grunninn lýðræðisleg aðferð til að velja frambjóðendur. Eðlilegt er að flokksmenn velji frambjóðendur. Prófkjörin hafa á hinn bóginn margvíslega ókosti og tvo helsta. Í fyrsta lagi eru í prófkjörsbaráttu virkjaðar félagseiningar sem starfa á öðrum vettvangi en stjórnmálum og íþróttafélög m.a. orðin áhrifaþáttur. Áhrif venjulegra flokksmanna verða lítil í slíkum slagsmálum. Í öðru lagi hefur kostnaður frambjóðenda í prófkjörum verið slíkur að peningalegir hagsmunir eiga þar greiðan aðgang. Og það er fjarri því að vera lýðræðislegt.

Samhliða uppstokkun á innihaldi stjórnmálanna þarf að endurskoða hvernig framboðslistar eru skipaðir. Prófkjörin eru líklega búin að vera.


mbl.is Hanna Birna fékk 84% atkvæða í 1. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Í gamla daga voru ungir strákar sem stofnuðu hljómsveit gjarnan spurðir hvers konar músík þeir aðhylltust, nú spila menn bara það sem hljómar best hverju sinni, úr öllum áttum, þannig verður pólitíkin líka, fólkið vill bara góð lög sem hljóma vel.

Benedikt Halldórsson, 24.1.2010 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband