Fátækt í boði Samfylkingar

Samfylkingin ætlar með góðu eða illu að keyra Ísland inn í samfélag ríkja þar sem 17 prósent íbúa búa við fátækt. Áróðursherferð Evrópusambandsins gegn heimagerðri fátækt ætti kannski að kveikja aðvörunarljós hjá þeim Íslendingum sem hafa ánetjast ESB.

Takist Samfylkingunni ætlunarverk sitt verður fátæktarkúrfa Evrópusambandsins flutt til Íslands. Brussel stefnir að jöfnum lífskjörfum íbúa álfunnar og það mun ekki taka marga áratugi að skrúfa okkur niður í meðaltalið.

Samfylkingin efnir líklega til fundarherferðar til að útskýra samningsmarkmið sín um evrópska fátækt á Íslandi.


mbl.is 2010 er helgað baráttu gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þú skulir leyfa þér að nota orðið fátækt um Ísland er absúrd.

Heimir Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Andleg fátækt er ekki fjarri lagi. bjartsýnin er að minnta kosti tekin frá þeim. Þá er lítið eftir.

Gísli Ingvarsson, 23.1.2010 kl. 14:07

3 identicon

Ég segi alltaf, að fyrst verðum við að hreinsa vel til í spillingunni hér heima.

Ég segi alltaf, að fyrst verður ESB að hreinsa vel til í spillingunni þar.

Svo má ræða málin...eftir 10-20 ár.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband