Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Flekkleysi og fljótfærni í afskriftarheimi
Skúli Helgason er flekklaus sem þingmaður og á að njóta þess þegar atvik af þessu tagi kemur upp. Á hinn bóginn er stjórnarþingmaður að bjóða heim grunsemdum þegar hann kaupir fasteign af ríkisbanka.
Alþjóð veit að tugmilljarða afskriftir á eignasöfnum bankanna bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eru vel tengdir. Í þjóðfélaginu eru margar sögur á kreiki um mismunun, klíkuskap og spillingu í tengslum við góssið sem varð til á útrásarárunum og fæst núna á slikk.
Aðstæður eru þær að margur maðurinn hefur mátt horfa upp á ævisparnaðinn tapast, aðrir glíma við atvinnuleysi og enn fleiri ná varla endum saman. Sögur, bæði sannar, ýktar og lognar finna hlustir um allar trissur sem vilja fá meira að heyra.
Þingmenn þurfa að hafa þetta í huga þegar þeir sinna einkamálum eins og að kaupa sér íbúðarhúsnæði.
Segist hafa keypt hús á yfirverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einmitt kjarni málsins, Skúla skortir klárlega dómgreind. Svo er hitt að
eignin virðist hvergi hafa verið auglýst og það er lítið eða ekkert framboð á eignum í þessu hverfi. Þannig að þarna er eftirspurn.
Einar Guðjónsson, 22.1.2010 kl. 00:11
Flekkleysi á það til að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hvað með alla hina flekklausu, sem dag einn vöknuðu upp við það að þeir voru ekki lengur flekklausir? Úps, óvart vita allir það sem ég gerði. Mér þykir Páll vægur við þennan flekklausa þingmann. Auðvitað eru þingmenn viðkvæmari fyrir þessu en aðrir. Kjörnir fulltrúar eða þingmenn eru alltaf í annarri stöðu en við hin, sem borgum.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 00:26
"Skúli segir í pistli á Pressunni, að hann og fjölskylda hans hafi síðsumars gert tilboð í fasteign á Gnitanesi **sem auglýst var í fasteignaauglýsingum Morgunblaðsins**. Margir hafi skoðað eignina og fleiri tilboð bárust og hafi Skúli á endanum þurft að borga 3 milljónir króna yfir ásettu verði."
Ef eignin var auglýst, hann bauð hæst þá sé ég ekki alveg hvað málið er?
Kalli (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 00:27
Sé ekki betur en að Skúli skýri skilmerkilega frá því að hann hafi keypt margauglýsta eign á opnum markaði. Breytir þá engu hver er eigandi eignarinnar. Blaða- og fréttamenn verða að hafa þann þroska til að bera að kynna sér staðreyndir mála og miðla réttum upplýsingum hvort sem er í bloggi eða spegli, hvort sem er í þessu máli eða öðru.
Hörður J. Oddfríðarson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 00:29
Ykkur Samspillingafólk skortir alveg hæfileika sem kallast réttlætiskennd, hún hverfur víst hjá fólki sem haldið er siðblindu.
Axel Pétur Axelsson, 22.1.2010 kl. 01:05
Axel þú skilur ekki málið - ef um það er að ræða að verið sé að ljúga upp á þingmanninn og gera hann tortryggilegann þá er ein skekkja hjá RÚV - Skúli er ekki Sjálfstæðismaður og þessvegna er svona lagað bannað.
Einar - Skúla skortir ekkert dómgreind - RÚV fór flokkavilt
Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.1.2010 kl. 03:58
Fólk, sem gerir sig sekt um að fara í pólitík, á að setja í tugthús eða reka það úr landi. Pólitík=spilling. Pólitíkusar=þjófar og ræningjar.
kermit (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 05:15
Það er mín skoðun að fólk fari ekki í stjórnmál vegna sérstakrar ástar á landi og þjóð, Við höfum horft upp á plott og pot þessa fólks í gegnum tíðina, en sem betur fer hefur opnari fjölmiðlun barið svolítið á puttana á þessu fólki.
axel (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 07:32
Nú þekki ég aðeins til þarna og veit að þetta hús var lengi á sölu fyrir hrunog ekkert gekk að koma því út. Það voru miklar deilur þegar húsið var byggt og það er eins það hafi aldrei verið almennilega klárað. Húsið er stórt á lítilli lóð (sem deilurnar snerust meðal annars um) og utan frá virðist ekki hafa verið vandað sérlega til verksins. Þetta er því ekki af sama standard og nýleg hús á sjávarlóðum eru í þessu hverfi. Þótt það frjósi fyrr í helvíti áður en ég styð Samfylkinguna, þá er þessi fréttaflutningur skammarlegur og ósanngjarn
Gamall Skerfirðingur (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 11:24
Nú veit maður ekki hvert eðlilegt verð sé fyrir svona eign, en mér fannst viðbrögðin frá Helga of hörð, talar um mannorðsmorð, það gerir maður varla ef maður hefur góðan málstað.
Dísa (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 12:01
Tímasetningin á kaupunum er afleit. Skúli hefur alltaf verið mjög "straight" og hann fer fjandakornið ekki á hvolf á einu ári sem þingmaður. Fyrr mætti nú vera áhrifamáttur "skemmdu eplanna" á Alþingi
Flosi Kristjánsson, 22.1.2010 kl. 14:19
Ólafur Ingi, ég skil ágætlega að á Íslandi ríkir fullkomin siðblinda og það er verið að koma á óréttlátri stéttaskiptingu í landinu. Það sem er svo ótrúlegt er hverjir fara fremst í fylkingu þ.e. Samspillingin, Vinstri SnúSnú og ASÍ. Er hægt að ná lengra í hræsni, held ekki.
Að ráðherrar vinstri norænu jafnaðar velferðar stjórnarinnar séu á fimm földum lágmarkslaunum og fríum bílum + fullt af öðrum fríðindum ásamt formönnum ASÍ er viðbjóðslegt og fólk sem á í hlut hefur tapað öllu velsæmi og er búið að ná fullkomnun í siðblindu.
Burt með allt þetta fólk strax ! ! !
Axel Pétur Axelsson, 22.1.2010 kl. 20:10
Þó ég sé 9 dögum of sein, verð ég að taka undir með Axel.
Elle_, 31.1.2010 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.