Vit í öfugu hlutfalli við peninga

Gelgjustrákarnir íslensku sem riðu húsum heima og erlendis áttu aðgang að miklum peningum en reiddu ekki vitið í þverpokum. Kjánalegar játningar Eggerts í dag um fótboltafélag sem hann stjórnaði í þágu Björgólfs eldri hafi ætlað að kaupa sér tiltrú með peningaeyðslu er staðfesting á almannarómi; útrásargaurarnir eru fremur illa gert fólk.

Í gær var sagt frá reynslu norsks bankamanns af starfsbræðrum sínum á Íslandi. Þegar sá norski kom í heimsókn fyrir fimm árum fékk hann tilfinninguna að íslensku milljónastrákarnir töldu fyrir neðan sína virðingu að tala við bankamann frá smáþjóð með íbúatölu upp á 4 milljónir.

Heimskuskotið dramb og gomma af ódýru lánsfé, það er útrásin í hnotskurn.

 


mbl.is Stoltur af mínum verkum hjá West Ham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Óheppileg blanda af Excel og Super Mario Brothers, það er ein leið til að skýra málið!

Flosi Kristjánsson, 21.1.2010 kl. 10:43

2 identicon

Sammála þessu.

Smám saman eru Íslendingar að fá nokkuð skýra mynd af útrásarvíkingunum.

Fyrir vissum við auðvitað að þeir væru siðlausir og gráðugir.

En ég a.m.k. gerði mér ekki ljóst að þessir menn væru fífl.

Illa menntaðir og illa upplýstir apakettir sem voru oftar en ekki aðhlátursefni erlendra manna.

Þetta vissi ég ekki og kemur mér sannast sagna á óvart.

Og þó.

Eitt af sterkustu einkennum Íslands er hversu auðvelt hæfileikalaust fólk á með að vekja athygli, fá hljómgrunn og ná markmiðum sínum.

Vafalaust hefur það eithvað með smæð þjóðfélagsins að gera.

Og algjörlega smekk - og dómgreindarlausa fjölmiðlamenn.  

Karl (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:25

3 identicon

Þjóðsöngur Íslendinga, gjörið svo vel;

Ég veit allt,
ég get allt,
geri allt miklu betur en fúll á móti.

Ég kann allt,
ég skil allt,
fíla allt miklu betur en fúll á móti.

           Viðlag;
Smíða skútu skerpi skauta
bý til þrumu osta og grauta.
Haltu kjafti.

Ég sé allt,
ég man allt,
Brugga miklu betur heldur en fúll á móti.

Ég finn allt,
ég er allt,
hef miklu hærri tekjur heldur en fúll á móti.

Ég er kroppur,
ég er fróður,
fallegri í framan heldur en fúll á móti.

Ég er góður,

aldrei óður,

ekki fitukeppur eins og slappi fúll á móti



           Viðlag;

Smíða skútu skerpi skauta

bý til þrumu ost og grauta.

Haltu kjafti.

Sumarliði (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:46

4 Smámynd: Fannar Elíasson

Höldum Mario frá þessu, Hann hefur ekkert unnið af sér

Fannar Elíasson, 21.1.2010 kl. 13:30

5 identicon

Margt af þessu voru reynslulausir unglingar, nýkomið útúr námi. Samt fannst mér meira að marka það sem unglingarnir sögðu, heldur en þeir sem áttu að heita ráðamenn, hrokafullir ábyrgðalausir, blaðrandi yfirlætislega með hluti, sem kom svo í ljós að þeir vissu ekkert um, vissu ekki einusinni undir hvaða lög þeir voru settir, héldu það að þeir ættu bankann, síðar kom í ljós að þeir áttu aðeins nafnið eitt. 

Robert (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:07

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér hefur alltaf fundið skrýtið að menn sem virtust ekki hafa mikla þekkingu að reka viðskiptabanka, virðast hafa haft öllu meiri áhuga og kannski þekkingu að reka fyrirtæki tengt fótboltasparki á Englandi.

Það voru margir sem áttu hlutabréf í Landsbankanum sem losuðu sig við hlutabréfin þegar Björgúlfarnir og Eggert keyptu þetta enska fótboltasparkfélag. Er það vel skiljanlegt.

Nú var einhver enskur sem keypti það fyrir um helming af því sem landar okkar keyptu á sínum tíma. Er þetta ekki svipað og fíflið í ævintýrinu sem fór í kaupstað með mjólkurkúna en kom heim með gamlan kött í staðinn?

Hroki og heimska þessarra manna er mikil.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.1.2010 kl. 14:35

7 identicon

Ég er stolltur af því að hafa ekki komið nálægt neinu tengdu West Ham.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband