Sundurlyndisstefna Samfylkingar veit ekki á sátt

Samfylkingin er aðalhöfundur að sundurlyndi íslenskra stjórnmála seinni ára. Samfylkingin gaf ósvífnasta meiði útrásarinnar, Baugsveldinu, trúverðugleika og var málssvari Baugs í opinberum sakamálum. Samfylkingin ber höfuðábyrgð á eineltisvæðingu í stjórnmálum þar sem fæð flokksins á Davíð Oddssyni teygði sig lengra en hófi gegndi.

Sundurlyndisstefna Samfylkingarinnar náði hámarki í vor þegar flokkurinn með frekju og yfirgangi þvingaði samstarfsflokkinn, Vinstri græna, til að samþykkja aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Samfylkingin fékk innan við 30 prósent atkvæða í síðustu kosningum og er eini flokkurinn sem vill fyrirvaralausa inngöngu í Evrópusambandið. Það er ótækt að Samfylkingin leggi línurnar í jafn veigamiklu máli.

Eitrið í Icesave-málinu stafar ekki síst af þingsályktuninni frá 16. júlí þegar þingmenn Vinstri grænna voru með ofbeldi þvingaðir til að ganga á bak orða sinna gagnvart kjósendum sínum og samþykkja aðildarumsókn til ESB.

Samfylkingin þarf að sýna sáttarhug sinn með því að samþykkja að aðildarumsóknin til Brussel verði dregin tilbaka.


mbl.is Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingin er mesta sundrungar og sundurlyndisafl í gjörvallri stjórnmálasögu landsins.

Enginn einn FL-okkur hefur sundrað þjóðinni meir og verr en Samfylkingin og það á alversta tíma í sögu þjóðarinnar.

Þessi FL-okkur er beinlínis hættulegur þjóðarhagsmunum og þjóðlegum og ábyrgum stjórnmálaöflum ber skylda til þess að taka nú höndum saman um að sameina þjóðina og leita sátta, en það tekst aldrei nema að ESB umsóknin sé þegar í stað dregin til baka og Samfylkingin einangruð frá valdastólunum.

Það er brýnasta mál ílsenskra stjórnmála í dag.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband