Þriðjudagur, 12. janúar 2010
Ríkisstjórnin tekur þjóðina í gíslingu
Jóhönnustjórnin er í herkví, ekki þjóðin eins og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vildi vera láta í Sjónvarpinu í kvöld. Þjóðin hafnar eindregið og afdráttarlaust niðurlægjandi samningum sem ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga um uppgjör á Icesave samningum.
Ríkisstjórnin ætlar sér að halda þjóðinni í gíslingu á meðan hún bíður eftir kraftaverki. Bretar og Hollendingar hafa enga ástæðu til að setjast að samningaborði við ríkisstjórn Jóhönnu. Samningurinn frá í sumar var gerður við núverandi stjórn og hún hefur margklúðrað málinu.
Til að minnsta von sé til að Bretar og Hollendingar semji upp á nýtt þarf ríkisstjórnin að víkja.
Athugasemdir
Ég gleymi því aldrei þegar þú sagðir í Silfri Egils að þú hafir kosið VG.
Valsól (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:19
Enginn er fullkominn, Valsól.
Páll Vilhjálmsson, 12.1.2010 kl. 20:28
skarfur
12.1.2010 | 20:47
Samningar ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir hönd þjóðarinnar 10. október 2008 og 16. nóvember 2008! Þannig hófst samningaferlið!
Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.
Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.
Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.
Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.
Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim. Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.
Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.
Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrirgreiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.
Umsamin viðmið
Reykjavík 16. nóvember 2008
Kannski ekki úr vegi, að minna á þessar samninga ríkisstjórnar Geirs. H. Haarde nú þegar ásakanirnar dynja á núverandi ríkisstjórn. Svona hófst í raun þessi samningaruna. Svona var ríkissjóður skuldbundinn í byrjun þessa leiðindamáls! Nú virðist stór hluti þjóðarinnar telja að Jóhanna og Steingrímur J. eigi sök á hvernig komið er, og þau sæta ásökunum um hin villtustu svik við land og þjóð. Munið að Icesave-myllan fór af stóð 2006 með vilja og vitund íslenskra yfirvalda!
Auðun Gíslason, 12.1.2010 kl. 22:23
Í óláns samningi þeim sem Svavar kom heim með er tilskipun 94/19/EC vikið til hliðar og því augljóst að hann fór lagt út fyrir þær heimildir sem ályktunin veitti og samningurinn í hrópandi ósamræmi við umsamin við mið.
Málíð er Auðun, að þeir sem unnu að málinu fyrir íslands hönd áður en Svavar og Steingrímur komu að því vissu að það vara lykil atriði að halda sig við gildandi lög því þaug voru okkar megin.
Guðmundur Jónsson, 13.1.2010 kl. 00:37
Auðunn. Veit ekki hvort þú heldur þessari vitleysu fram vegna þekkingarleysis eða reyna að halda lygum fram vegna ónýts málstaðar. Varla finnast margir sem trúa þessari makalausu fullyrðingu að ábyrgð Icesave samningshroðans er núverandi stjórnvalda, sem að vísu hafa ekki ennþá tekist að landa honum. Þegar Svavar kom með glæsilega samninginn hans og Steingríms, fóru þeir nú ekki beint leynt með að samningurinn var þeirra og þeirra einna, jafn glæsilegur og raun ber vitni, vegna þeirra snilldar og engra annarra. Svavar lýsti því sérstaklega yfir, aðspurður um hvort að eldri samningaviðræður hefðu nýst í vinnunni. Nei var svarið. Ekkert af fyrri vinnu hafði nein áhrif. Eftir að Steingrímur gerði á sig með samninginn og glæsileikinn dofnaði, þá skyndilega var hann á ábyrgð sjálfstæðismanna (og auðvitað Samfylkingarinnar sem einhverra hluta gleymist að nefna). Nú seinast kom Ingibjörg Sólrún til að skýra fyrir flokksfélögum og VG að minnisblaðið hafði ekkert að segja enda ekkert annað en minnisblað, eins og hundruð annarra sem eru gerðar þegar unnið er að einskonar samningavinnu. Þeir ku vera ansi margir slíkir til varðandi stóriðjur og álver.
Enginn er samningurinn tilbúinn, og forvitnilegt að vita hjá stjórnarliðum hverju sæti, ef að samningur var frágenginn á minnisblaði fyrir vel rúmu einu ári síðan? Til hvers hafa þá þessir jólasveinar ríkisstjórnarinnar verið að þvælast með málið í rúmt ár ef sjálfstæðismenn of Samfylkingin kláraði málið fyrir um einu og hálfu ári?
Þessi fullyrðing er sorglega röng að hálfa væri nóg:
Það getur ENGIN, ENGIN skuldbundið ríkissjóð fyrir EINU NÉ NEINU, nema meirihluti þingheims. PUNKTUR. Svona endemis vitleysa er afar sorglegt að sjá að ennþá er reynt að haldið á lofti, eftir allt sem búið að ganga á, og leiðréttingar fræðimanna á þessari lygasögu. Engin Geir Haarde, engin Davíð, engin Ingibjörg Sólrún, engin Steingrímur J eða engin Jóhanna geta gert neitt sem breytir því. Stjórnarskrá sér til þess, og allt ólöglegt föndur við ríkissjóð er brot á stjórnarskránni og á hegningarlögum sem fjalla um landráð. Það hefur Steingrími og Jóhönnu ekki tekist að gera ennþá daginn í dag hvað meintar skuldbindingar ríkissjóðs varðar, þótt að þeim hafi etv. tekist það með einhverjum öðrum leyniaðgerðum?
Auðunn, endilega kynntu þér lagahlið mála áður en þú ætlar að kenna öðrum fræðina, og ekki færðu betri kennarar en háskólaprófessorinn í lögum, Sigurð Líndal, sem er örugglega tilbúinn að aðstoða þig í villu þíns vegar, eða til að hjálpa þér að ljúga eitthvað trúverðugara. Hann svarar öllum spurningum um alla lögfræði Icesave samningshroðans í grein sem ég birti 3 svör úr og hægt að kynna sér með að klikka á tengilinn neðst. Gangi þér betur næst:
http://www.pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 01:00
Guðmundur! Þú virðist ekki hafa lesið hin umsömdu viðmið samnings ríkisstjórnar Geirs H. Haarde. Þar er fallist á túlkun ESB á reglunum. Það sem verra er að undirskriftir ráðamanna og embættismanna fyrir hönd ráðherra hafa þjóðréttarlegt gildi, skv. orðum Helga Áss Grétarssonar, sem vísar í þjóðréttarfræðinga!
Auðun Gíslason, 13.1.2010 kl. 11:02
Auðun. Hef lesið þetta allt saman, og lögin segja það sem málið snýst um, að engin getur ert ríkissjóð ábyrgan fyrir einu né neinu nema meirihluti Alþingis samþykki. Hér gilda Íslensk lög, en ekki erlend. Hvað sjálfstæðismönnum og samfylkingarmönnum hafa langað til og lofað skiptir ekki neinu máli. Þó svo að þeir hafi útbúið samninga eftir öllum kúnstarinnar reglum þá breytir það ekki neinu heldur. Það sama á við núverandi stjórnarflokka. Hversu flotta samninga sem þeir eru búnir að undirrita, breytir ekki neinu fyrir ábyrgð þjóðarinnar. Eins og Sigurður Líndal lagaprófessor skrifaðu fyrir hálfu ári og ENGIN hefur gert tilraun að hrekja hans skrif, þá segir hann skýrt:
Hvað er það sem þú skilur ekki í stjórnarskránni, sem þetta kemur skýrt fram? Ef þú veist um einhver Íslensk lög sem taka yfir stjórnarskána,m þá er mikill fengur fyrir alla að þú legðir þau fram, til leiðréttingar skrifum lagaprófessorsins. Stjórnarskrá Íslands eru þau lög sem Íslenskir embættismenn hlýða og engar undantekningar eru mögulegar, hvað það varðar, eins og loforð eða meintir bindandi samningar sem ráðherrar telja sig vera í rétti til að gera eða vilja gera. Enda hafa engir endanlegir samningar verið gerðir rúmi ári eftir að þessir meintu hafa átt að hafa verið gerðir. Hverju veldur?
Engum greinir á um það nema einhverjum arfaslökum spunakerlingum stjórnarflokkana sem halda að almenningur falli fyrir svona rugl málflutningi, enda vita báðar fylkingar mun betur. Að vísu ekki alfræðingurinn Ólína Þorvarðardóttur sem hélt þessari vitleysu fram fyrir nokkru. Ég bað hana að leggja fram sannanir fyrir þessum ásökunum, vegna þess að það væri hún búin að afhjúpa Geir Haarde, Davíð Oddsson, Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Matthísen, Össur Skarphéðinsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og væntanlega alla ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar um LANDRÁÐ, sem henni sem þingmanni og borgara bæri skilda að kæra þau fyrir. Með að hylma yfir gerir hana ábyrga fyrir lögum. Auðvitað var hún ekki manneskja næg til að svar með rökum, heldur með skætingi sem hafði ekkert með málefnið að gera.
Besta mál væri að allt þetta lið yrði kært fyrir landráð eða tilraun til þess. Það er eini punkturinn í málflutningnum þínum og ykkar stjórnarliða sem er þess verður að rökræða, og hvet ég til þess að þú og þið gerið það, í stað þess að fullyrða að samningur er í gildi sem hefur aldrei verði.
Helgi Áss sagði allt aðra hluti áður en hann var keyptur til stjórnvalda sem lögmaður þeirra. Núna er hann í vinnunni og hefur hagsmunum að gæta sem lögmaður að starfa eftir pöntun umbjóðandans. í viðtali fyrir stuttu svaraði hann því að hann hafi aðeins unnið að ákveðnum lagaþáttum málsins, og það væri ekki nein yfirlýsing frá honum að við ættum að beygja okkur undir ok stórveldanna. Starf hans hefði ekkert með það að gera. Hann sagðist hafa starfað í nokkurn tíma með InDefence eftir að hann hóf störf fyrir ráðuneytið. Persónulega tek ég ekki mikið mark á yfirlýsingum lögmanna og sérfræðinga á launum hjá ríkinu, þegar tugir virtustu fagmanna innlendra sem erlendra fullyrða að okkar réttur er óumdeilanlegur, og það án þess að hafa verið keyptir til að gefa sín álit. Helgi Áss er einfaldlega að benda á að embættismennirnir gætu verið persónulega ábyrgir fyrir afglöp, og þá hugsanlega að skaðabótaábyrgð ríkisins gæti verið vegna þessa? Það hefur ekkert með Icesave ólögvarinn falsreikninginn að gera.
Það er mikið lán fyrir Breta og Hollendinga að eiga sér svo marga öfluga stuðningsmenn hérlendis í Icesave deilunni. Núna að undanförnu hafa borist þau gleðitíðindi erlendis frá, að virtir talsmenn á meðal fræðimanna og fjölmiðlastéttar hafa tekið upp málstað Íslendinga af kærkominni og jafnvel mikilli hörku. Loksins þegar “alþjóðasamfélagið” fékk fréttir af ofbeldisaðgerðum stórveldanna gegn smáþjóðinni þegar forsetinn neitaði að undirrita ólögin. Fyrir þann tíma hafa stjórnvöldum tekist markvist og þrælskipulega með engri kynningarstarfsemi erlendis, að kynna ekki þá hlið sem mikill meirihluti þjóðarinnar hefur alla tíð haldið uppi að hafna samningshroðanum, og vinnubrögðum þeirra sem fara með stjórn Icesave málsins fyrir þjóðina. Örugglega skammast þeir sín ekki fyrir að taka upp málstað Íslendinga, frekar en þeir íslendingar sem hafa tekið upp málstað Breta og Hollendinga.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.