Mánudagur, 11. janúar 2010
Samfylkingin bíður eftir skýrslu
Taugakerfi Samfylkingarinnar lamaðist þegar forseti sendi Icesave-frumvarpið i þjóðaratkvæði. Ósjálfráðráð spunaviðbrögð voru að finna foráttu í öðrum ranni og um tíma virtist ætla að takast að búa til fléttu um að formaður Sjálfstæðisflokksins væri ekki fylgjandi þjóðaratkvæði. Lítið varð úr þeirri reykbombu og nú blasir blákaldur veruleikinn við.
Þjóðin vill ekki Icesave, ekki Evrópusambandið og ekki Samfylkinguna. Hvað gerir Samfylkingin. Jú, hún bíður eftir næsta tækifæri til að þyrla upp reyk. Dagsetningin er komin, það er 1. febrúar sem skýrsla rannsóknanefndar alþingis verður gerð opinber. Spunalið Samfylkingarinnar er þegar minna á væntanlega útgáfu.
Vika er sögð langur tími i pólitík, þrjár vikur nálgast það að vera eilífð. Á meðan Samfylkingin bíður eftir hrunskýrslunni gæti ýmislegt ánægjulegt gerst, til dæmis að ein ríkisstjórn falli og önnur tæki við.
Athugasemdir
Það verður að vera utanþings- eða neyðarstjórn því Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur. Og hver vill Framsókn? En núverandi stjórn er vissulega ónýt.
Rósa (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.