Steingrímur J. situr með Svarta-Pétur

Steingrímur J. rekur Icesave-málið frá upphafi sem innanríkispólitískt mál. Hann sagði að málið væri meira og minna frágengið í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Ríkisstjórn Jóhönnu væri aðeins að ganga frá útfærsluatriðum, eins og samningin við Breta og Hollendinga.

Þegar Steingrímur J. var spurður í sumar á þingi hvað liði samningum um Icesvave sagði hann á mánudegi að ekkert væri að frétta, aðeins könnunarviðræður færu fram. Tveim dögum síðar var samningur tilbúinn og þann samning ætlaði Steingrímur J. að keyra í gegnum þingið.

Þjösnaskapur Steingríms J. hér heima er í hróplegri andstöðu við gunguhátt hans erlendis þar sem hann lyppast niður fyrir ofríki gömlu nýlenduveldanna.

Steingrímur J. ætti að þakka fyrir sig.

 


mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir mig.

Steingrímur J. (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 00:20

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Aulaháttur Steingríms felst í því að hann telur að hægt sé að gera vonda samninga í útlöndum og kenna svo Sjálfstæðisflokknum um. Hann gerir sér enga grein fyrir því að ábyrgð felst í því að vera valdhafi með umboð frá almenningi. Það vantar eitthvað á lýðræðislegan þankagang þessa manns.

Gústaf Níelsson, 11.1.2010 kl. 00:39

3 Smámynd:

Eruð þið búin að gleyma að þegar innistæður íslendinga voru triggðar settu Bretar og Hollendingar svo mikla pressu á okkur að við töldum rétt að fara saningaleið en ekki láta þetta koma fyrir dómstóla. Geir Horde og Ingibjörg endurtóku það oft að við stæðum við skuldbyndingar okkar. Þannig varð þessi samningur ti hjá núverasndi stjórn til að þurfa ekki að lenda fyrir dómstólum með þetta fjandans ícsave mál. Nú er komið að almenningi að skera úr um þetta í lýðræðislegum kostningum.

, 11.1.2010 kl. 11:56

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Að blogga um fréttir moggans er svona svipað og blogga um fréttir Baggalúts

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.1.2010 kl. 12:14

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ennþá undalegra að Steingrímur vill ekki láta hann af hend en það er vanin í því ágæta spili  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband