Hversu lengi fylgja Vinstri grænir Steingrími J.?

Steingrímur J. tekur sér stöðu með fjármagninu gegn almannahagsmunum í Icesave-deilunni. Hann stendur með Bretum og Hollendingum gegn þjóð sinni. Umpólun Steingríms J. gerðist ekki á einni nóttu heldur verður formaður Vinstri grænna fyrir raðbilun í dómgreind.

Á flokksráðsfundi í byrjun desember 2008 reyndu Steingrímur J. Sigfússon formaður og nánasti samverkamaður hans, Árni Þór Sigurðsson, að milda afstöðu flokksins til Evrópusambandsins. Þeir voru gerðir afturreka og ályktun fundarins var fremur snautleg en tiltölulega skýr. „Hagsmunum Íslands er best borgið utan ESB," stóð þar. Ekkert meira en heldur ekkert minna.

Starfsstjórn Samfylkingar og Vg hafði eðli málsins samkvæmt ekkert annað á dagskrá sinni en að bregðast við aðsteðjandi vanda veturinn og vorið 2009. Engum blandaðist hugur um að Samfylkingin myndi gera umsókn að Evrópusambandinu að höfuðmáli fyrir kosningar og gekk það fram.

Formaður Vg þurfti að skapa sér möguleika að semja við Samfylkinguna og líkindi að hann hafi átt viðræður um málið við forystumenn þar á bæ. Á landsfundi var Árni Þór enn gerður út af örkinni og honum tókst að fá eftirfarandi samþykkt um Evrópumál.

 Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins.  Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.

Textann er hægt að klippa til og fá út að landsfundurinn hafi opnað á að leggja inn aðildarumsókn til Evrópusambandsins. Þegar Steingrímur J. reyndi að afsaka svik flokksins við hornstein róttækra vinstristjórnmála alla lýðveldissöguna snyrti hann textann svona til, í bréfi til flokksmanna 17. júlí.

Þannig er þessi niðurstaða vel samrýmanleg landfundarályktun í mars síðastliðnum sem lögð var fram í kjölfar mikils starfs innan flokksins sem allir flokksmenn gátu tekið þátt í.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vissulega voru uppi hugmyndir um leiða málið til lykta á annan hátt og mörgum innan okkar raða er það óljúft að standa yfir höfuð að nokkurri hreyfingu málsins í þessa átt. Ég dreg enga dul á að þetta mál hefur verið erfitt fyrir mig eins og okkur öll enda hefur flokkurinn frá upphafi tekið afstöðu gegn aðild Ísland að sambandinu. Þessi leið varð hins vegar niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkinguna

 

Steingrímur J. veit upp á sig klækjapólitíkina og vill dreifa ábyrgðinni á flokksmenn. Ekki aðeins fórnaði hann stefnuyfirlýsingunni um að Ísland stæði utan Evrópusambandsins heldur líka varnaglanum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Til að þjóðaratkvæðagreiðsla verði bindandi þarf að breyta stjórnarskrá og þar með boða til kosninga. Sitjandi ríkisstjórn ætlar sér framhjá þeirri hindrun með því að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna ráðgefandi.

Orð Steingríms J. afhjúpa að hann lagði drög að svikunum löngu fyrir stjórnarmyndunarviðræður við Samfylkinguna. Hann fékk samþykktan texta á landsfundi sem mætti lesa, væri maður andskotinn með biblíu í hendi, þannig að það sé allt í lagi að hefja undirbúning að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í framhaldi sendi formaðurinn þingmannsefni sín út á meðal fólks með þau skilaboð að traust væri lykilorðið. Vg væri treystandi. Sjálfur stóð hann keikur að kveldi síðasta dags kosningabaráttunnar og sagði Vg stefnufastan flokk. Í tugþúsundavís voru kjósendur blekktir. Þeim var talin trú um að Vg stæði gegn aðild að Evrópusambandinu.

Steingrímur J. hóf fyrir löngu óheillaferð. Á eftir ESB kom Icesave. Þegar dómgreindin bilir hjá málafylgjumönnum eins og  Steingrími J. verða styrkleikar þeirra að veikleikum. Aðeins munaði hársbreidd að Steingrímur J. steypti þjóðinni að  nauðsynjalausu ofan í skuldafen. Ígrundun og yfirvegun var nauðsynleg í samskiptum við Breta og Hollendinga. Steingrímur J. hafði hvorugt.

Ætla félagsmenn Vg að láta formanninn teyma flokkinn út í kviksyndi?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG (vit grannir ) munu finna fyrir reiði fólks í næstu kosningum, og fylgi þeirra mun hríðfalla eftir öll þessi svik.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 16:29

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki endilega víst að þú verðir sannspár um þetta, Árni. Skoðanakannanir benda til annars. Staðreyndin er sú að hvorki Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur hafa náð að marka sér nógu sterkan sess í umræðunni. Ég sé ekki að kjósendur líti á þá sem girnilega valkosti. Vinstri flokkarnir gætu hjarað áfram eftir kosningar.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: hilmar  jónsson

það er magnað hvað steypan hjá þér tekur á sig brjálæðislegri myndir með hverjum deginum sem líður..

hilmar jónsson, 9.1.2010 kl. 19:55

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

"það er magnað hvað steypan hjá þér tekur á sig brjálæðislegri myndir með hverjum deginum sem líður.."

Andrés Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 20:22

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég varð fyrir vonbrigðum með að ríkisstjórnin skyldi ekki leggja inn afsagnarbeiðni sína resolútt eftir misheppnað valdarán forsetans.

Það hefði gert hann ábyrgan sem fulltrúa framkvæmdarvaldsins. Í stað þess velur hann sér þægilegt sæti "spekingsins sem spjallar á háu plani".

Það kann að þykja að ég tali gegn áliti meirihluta þjóðarinnar en ÓRG er skaðvaldur og á vonandi ekki langa framtíð í embætti eftir þetta.

Þetta útspil hans er því miður bara moldviðri sem birgir okkur sýn til skamms tíma en ekki andstæðingum í Icesafe deilunni.

Gísli Ingvarsson, 9.1.2010 kl. 20:45

6 identicon

Öfga og haturstrúarbrögð marga vinstrimanna er þess eðlis að skynsemin er sjaldnast til staðar og aldrei til neins gagns.  Núna fullyrða þessir alfræðingar að lagahöfundar EES sem ábyrgir eru fyrir lögum þeim sem Icesave var rekið eftir, skilji ekki sín eigin verk.  Lögin sem þeir sjálfir sömdu, og segja að Íslendingar bera ekki ábyrgð á að greiða falsreikningi Breta og Hollendinga.  Lagahöfundarnir, sem vinstrimanneskjan Eva Joly sótti sérstaklega heim, til að fá út um það skorið eitt skipti fyrir öll, hvort að þeir tugir lagaprófessora og lögmanna sem hafa haldið því fram að þjóðin ber ekki að borga. 

En auðvitað hentar það ekki stjórnvöldum sem gæta hagsmuna Breta og Hollendinga.  Mannvitsbrekkur stjórnarflokkanna efast um hæfi Evu að endursegja hvað þeir sögðu...!!!???  Hversu lágt ætla þessir spunatrúðar að leggjast lágt til að vinna landi og þjóð, eins mikinn skaða og þeim er mögulega gerlegt?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 21:01

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég neyðist nú til þess að játa það, að þótt Páll Vilhjálmsson sé vinstri maður, þá er hann fjögramaki að vitsmunum. Hann studdi sjálfur VG í kosningunum. Ætli hann eigi ekki eftir að stofna flokk sjálfur? Sá flokkur fengi gríðarlegt fylgi.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 21:36

8 identicon

Páll er mjög  kostir fyrir nýjan flokk.  Veitir ekki að fleiri valkostum, svo að einhverjir fleiri stjórnarmöguleikar yrðu í boði.  4flokks mafían er löngu handónýt eins og glögglega má sjá.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 22:57

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Tja, ónýt - hún er allavega ansi forgengileg. Annars er Páll í rauninni eins manns flokkur, mjög öflugur.

Baldur Hermannsson, 9.1.2010 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband