Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Veik staða Breta og Hollendinga
Diplómatía og reiðiorð eru andstæðir pólar í milliríkjasamskiptum. Við getum séð af ummælum breskra og hollenskra ráðamanna að þeir eru ekki í góðri stöðu til að innheimta það sem þeir halda fram að við skuldum þeim. Ef þeir væru með tögl og haldir myndi ekki heyrast múkk.
Hér heima verðum við á hinn bóginn að leika leikinn á enda. Ríkisstjórnin þarf að segja af sér enda stjórnarkreppa alþjóðlega viðurkenndur gjaldmiðill.
Stjórnarkreppa sýnir sársauka í stjórnkerfinu. Og þann sársauka verðum við að sýna.
Eru Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð ekki örugglega búnir að hafa samband sín á milli og við Vinstri græna um að sístspillti flokkurinn myndi minnihlutastjórn?
Athugasemdir
Sæll Páll.
Sérðu þá fyrir þér kosningar í vor eða...?
Kv.
R
Rósa (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:41
Mikið er nú ánægjulegt að þú náðir engum frama í pólitíska poti þínu.
Nú ertu vel í sveit settur með Jóni Vali, Guðrúnu Sæmundss og Lofti Altice.
"sístspillti flokkurinn"
Jóhann (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 18:09
Jón Baldvin Hannibalsson segir að þau eigi að steðja til Bessastaða og krefjast tafarlausrar afsagnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.