Forseti leysir ríkisstjórn frá störfum

Ríkisstjórnin er ekki starfhæf eftir ákvörðun forseta að neita undirskrift á Icesave-frumvarpið. Eins og segir í fréttatilkynningu stjórnarinnar skrifaði hún upp á loforð að koma Icesave-frumvarpinu í gegn. Það tókst ekki og ríkisstjórnin er því ekki starfhæf.

Stjórnarandstaðan verður að koma sér saman um að bjóða Vinstri grænum að mynda minnihlutastjórn. 

Þegar ríkisstjórnin hleypir málum í óefni verða einhverjir að sýna ábyrgð.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ólafur hefur tekið sér völd sem eru langt umfram fyrri forseta. Þessi völd verða ekki af honum tekin, nema með breytingu á stjórnarskránni.

Næsta spurning snýr að bretum og hollendingum. Ætla þeir að semja í þriðja skiptið við stjórn sem, í þessu máli í það minnsta, er algerlega umboðslaus ? Hver sest niður í þriðja sinn til að semja um bílverð... hver sættir sig við það að tala við fulltrúa bíleiganda sem semur við kaupandann algerlega án umboðs ?

Haraldur Baldursson, 5.1.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er svosem spurning, ef bíllinn er kannski ónýtur einsog í þessu tilfelli og málið snýst um leynda galla á bifreiðinni og ófrágengið lán og skilmála.

Já og svo ekki sé talað um að seljandinn sé ekki með umboð til að seja bílinn, sem hann reyndar hefur í þessu tilfelli.

Við erum ekkert að tala um að sleppa við að borga er það nokkuð?

Einhver Ágúst, 5.1.2010 kl. 13:20

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Innistæðutryggingarnar eigum við ekki að borga. En við skulum greiða hollendingum bætur fyrir slakt eftirlit (einhverja tugi milljarða, ekki meira). Bretum hins vegar skulum við ekki greiða krónu (né pund eða evru). Eftirlit þeirra var jafn slakt og okkar og þeirra umbun dettur út sökum innrásar þeirra í Kaupþing-Singer-Friedlander.

Greiðum það sem okkur ber, ekki meira. Hollendingum er vorkunn að hafa verið narraðir á nokkrum vikum. Alsaklaust er þeirra FME ekki heldur.

Haraldur Baldursson, 5.1.2010 kl. 13:32

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Forseti hefur komið á fót Alþingi Götunnar.  Næsta sem við sjáum er þá kannski grímulaust ofbeldi borgara sem telja á sér brotið í þessu efnahagshruni.

Forsetinn veit ekki hvað hann er að vekja upp hér og ætti að biðjast lausnar þegar í stað.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 14:09

5 identicon

Ef Bretar og Hollendingar vilja ekki semja, sem er besta í stöðunni, þá verða þeir eins og allir sem telja sig vera hlunnfarna og brotið á, að sækja meinta (fals) skuld í gegnum dómstóla.  Héraðsdómur Reykjavíkur er dómþing Landsbankans og þá Icesave.  Það er afar spennandi að fá niðurstöðu í hvers vegna þeir hafa harðneitað að reynt verði á lög í málinu?  Hvers vegna þeir fóru fram á í "glæsilegum samningi" Svavars og Steingríms J. og stjórnvöld samþykktu að dómsþing Icesave væri ekki virt og fært til Bretlands, og að ef málaferli risu síðar um samninginn, að Bretar og Hollendingar myndu ekki þurfa að hlíta niðurstöðum þeirra?  Getur myndin verið eitthvað skýrari?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:10

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Páll

Ríkisstjórnin ekki starfhæf segir þú. Þarf það endilega að vera svo?

Það er rétt sem Haraldur Baldursson bendir á, þessi völd verða ekki tekin frá forsetaembættinu og þar með frá þjóðinni.

Forsetinn er að koma hér á lýðræðisumbótum. Þessar lýðræðisumbætur forseta felast í því að forseti hefur opnað fyrir beint lýðræði til handa þjóðinni í gegnum forsetaembættið.

Verkefni núverandi þingmanna er að lifa við þennan raunveruleika. Alþingi eins og það var verður aldrei aftur hið sama. Dagurinn í dag eru tímamót í sögu Alþingis. Endanleg staðfesting á málskotsrétti forseta er hér með orðin að veruleika.

Íslendingar munu hér eftir aldrei sætta sig við annað en geta vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og gert var með fjölmiðlalögin og nú Icesave lögin.

Verkefni ríkisstjórnar og þings er að aðlaga þingið og starf ríkisstjórnar að þessum veruleika.

Ríkisstjórnin getur valið að fara frá en ríkisstjórnin getur líka tekið þann pól í hæðina að nú verði að aðlaga lög og störf þing og ríkisstjórnar að því að til margra slíkra þjóðaratkvæðagreiðslna muni koma á næstu árum.

Ég held að það verið það sem ríkisstjórnin gerir. Það er engin að kalla eftir afsögn hennar. Hún á bara að ganga í þetta mál og tryggja að þjóðin fái að kjósa um málið og búa til þannig umhverfi að hér geti slíkar þjóðaratkvæðagreiðslur farið fram þegar upp kemur slík krafa.

Núverandi stjórnvöld eiga að taka þátt í því með þjóðinni að koma á þessu beina lýðræði sem kallað hefur verið eftir í svo mörg ár. Til þess eiga menn að nota þau ákvæði sem eru í núverandi stjórnarskrá og forsetinn er búinn að virkja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 15:48

7 identicon

Þá hló marbendill.

Það er ekki bara ríkisstjórnin sem fer frá. 

Tilgangur Ólafs var að koma rannsóknarskýrslunni undir stól því hans er þar víða getið. Nú verður ekkert um  hana fjallað í stjórnarkreppunni.

Svo mun Eva Joly segja upp hjá Sérstökum sakósknara því hún vill ekki vinna fyrir svona fólk eins í Íslendingar eru nú búnir að mála sig út í horn hjá siðmenntuðum þjóðum.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 17:11

8 Smámynd: Elle_

Forsetinn stóð með lýðræðinu Jóhannes og Jón.  Hann hefur það vald og guði sé lof.  Hann losaði okkur undan ofbeldi stjórnarflokkanna sem ættu að víkja. 

Elle_, 5.1.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband